Færsluflokkur: Grænmeti

Eggaldin parmesangratín Nanna

1 eggaldin

2 1/2 msk ólífuolía

Salt pipar

1 laukur

2 hvítlauksgeirar

1 ds tómatar

Lófafylli af basil

40 grein parmesan

1/2 mozarella kúla

Skerið eggaldin í 6-8 km þykkar sneiðar settu hann á bökunarpappír og penslaði með olíu

Settu salt og pipar og bakið í hálftíma

Saxaður lauk og hvítlauk og steiktu bættu tómat og kryddi saman við

Settu tómatsósu í botninn síða eggaldin parmesan til skiptis

Mozarella sett yfir og bakað í ofni

 


Eggaldin og kjúklingabaunapottréttur Heilsuréttir

1/2 bolli olía

2-3 stór eggaldin

1 heill hvítlaukur

3 hvítlauksrif

2 rauðar paprikur

1 laukur

1 dl hvítvín

2 tsk tarragon

1 tsk timian

1/2 tsk korianderduft

1/2 tsk paprikuduft

1 tsk salt

svartur pipar

2 lárviðarlauf

1 ds tómatar

1 krukka kjúklingabaunir

Hitið ofn í 230 gr

setjið bökunarpappír á bökunarplötur

skerið eggaldin í 4 hluta langsum  og penskið með olíu bakið í 35 mín

hreisið papriku og penslið með olæiu setjið læika æa plötu 25 mín

ásamt hvítlauksgeirum bakið allt í 40 mín

setjið papriku í plastpoka og takið hýðið afláti

steikið lauk og hvítlauk ekki þessi sem var í ofninum bætið hvítvíni og kryddi útí

bætið tómötum og kjúklingabaunum útí ásamt öðru merjið hvítlauksgeirana útí

látið standa aðeins áður en borið erfram

 

 


Súrkál

Í um 500 grömm af súrkáli

Saltpækill
1 lítri vatn
25 grömm sjávarsalt

Súrkál
1 kílógram hvítkál
25 grömm sjávarsalt
1 teskeið kúmen

Leiðbeiningar

  1. Fyrir saltpækilinn: Blandið saman vatni og salti í litlum potti og náið upp suðunni. Hrærið í pottinum til að leysa upp saltið. Þegar saltið er allt uppleyst, takið pottinn af hitanum og setjið hann í fullan vask af ísköldu vatni. Kælið saltpækilinn alveg niður og setjið til hliðar.

  2. Fyrir súrkálið: Fjarlægið ystu sölnuðu blöðin af hvítkálinu, skerið hausana í fernt og fjarlægið rótina. Sneiðið kálið þunnt. Vigtið hvítkálið og fyrir hvert kíló af káli mælið út 25 grömm af salti. Setjið hvítkálið í stóra skál, stráið salti yfir og veltið kálinu um. Hnoðið kálið og kreistið það þar til það er orðið blautt og byrjað að mýkjast.

  3. Setjið 5 sentímetra lag af káli í stóra sótthreinsaða krukku og dreifið smá kúmeni yfir. Haldið áfram að koma hvítkálinu fyrir í krukkunni og pressið hvert lag niður með hnalli eða öðru áhaldi (til dæmis flötum enda kökukeflis eða kartöflustappara). Þegar allt hvítkálið er komið í krukkuna hellið þá öllum vökva sem safnast hefur fyrir í skálinni í krukkuna. Ef þarf, bætið þá við nægilega miklum saltpækli svo fljóti yfir kálið.

  4. Setjið grisjuklút á yfirborð kálsins og leggið disk (eða annan flatan hlut sem er með svipað þvermál og krukkan) ofan á. Setjið krukku fulla af vatni ofan á diskinn til að halda kálinu niðri. Allt kál ætti að vera undir yfirborði saltpækilsins. Setjið súrkálskrukkuna á bakka (því grisjan verður gegnsósa og saltpækillinn gæti lekið niður hliðar krukkunnar) og látið gerjast við herbergishita í um tvær vikur (hitastigið má þó ekki vera hærra en 23 gráður því þá gætu óæskilegar örverur náð yfirhöndinni og skemmt súrkálið).

  5. Gerjuninni er lokið þegar loftbólur hætta að stíga upp frá kálinu. Hvítkálið ætti þá að vera bæði súrt og salt á bragðið, stökkt og liturinn á því búinn að lýsast. Þá er súrkálið sett í nokkrar minni sótthreinsaðar krukkur ásamt nægum saltpækli til að fljóta yfir kálið. Súrkálið ætti að geymast í nokkra mánuði í kæli.


Sultað grænmeti

Sultað grænmeti 
Móðir Jörð hefur þróað vörulínu af sultuðu grænmeti sem ætlað er sem meðlæti með ýmsum réttum en passa einnig vel með smásnittum og ostum:
Rauðrófugló (Rauðrófur, epli, laukur, engifer).  Klassísk og „pottþétt“ samsetning sem passar með grænmetisréttum, einnig gott með svínakjöti og smellpassar með hangikjöti og villibráð.  Hentar vel með sterkum ostum og ýmsum kjötsnittum. 
Gulrófugló (Gulrófur, döðlur, apríkósur).  Hentar með nær öllum indverskum og marokkóskum réttum.  Úrval með kjúklingi og grillkjöti.  Gott með mildum ostum. 
Fennelgló (Rauðrófur, fennel, hnúðkál, stjörnuanís).  Þessi uppskrift er nýstárleg og óvenjuleg, enda er létt lakkrísbragð einkennandi. Frábært meðlæti með önd og annari villibráð, kalkún, einnig fiskréttum s.s. pönnusteiktum eða grilluðum þorski, blálöngu eða öðrum hvítum fisk.  Einnig með öllum grænmetisréttum og grjónum. 
 
Mjólkursýrt grænmeti
Mjólkursýring (lacto fermentation) er gömul og rótgróin framleiðsluaðferð til að auka geymsluþol grænmetis. Þessi vinnsluaðferð er að sækja í sig veðrið aftur um heim allan, enda hollusta í hverjum bita.  Við vinnslu myndast mjólkursýrugerlar í grænmetinu sem rotver það en er auk þess undirstaða góðrar meltingar. Súrkál er auk þess ríkt af C-vítamíni og hjálpar til við að koma jafnvægi á sýrstig líkamans.  Mjókursýrða grænmetið frá Móður Jörð hefur ekki fengið neina hitameðferð og skal því geyma í kæli:  
-          Ekta súrkál (hvítkál og salt):  Gott með eggjakökum, grænmetisréttum, pylsum og steiktu kjöti og fiski.
-          Kryddað hvítkál og rauðrófur (með engifer, negul, rúsínum og kryddi). Hentar vel með bragðmiklum kjötréttum og ýmsum hátíðarréttum, auk grænmetisfæðis. 
-          Kryddað grænmæti (hvítkál og rauðrófur) með engifer og kóríander.  Hentar vel með krydduðum réttum.  
 

Kimchi Fréttatíminn

Kimchi-uppskrift móður Arim:

4.5 kg kínakál, um 5 kálhausar
1 bolli salt
10 ml hveiti
30 ml vatn
1 laukur
7 hvítlauksrif
1 tsk engiferduft eða ferskur engifer
1 bolli frosið mangó
1/2 bolli fiskisósa ( grænmetisætur geta sleppt fiskisósunni og sett meira salt í staðinn )
1/2 bolli gochugaru (chili-flögur)

 

1. Skerðu kálið í bita, þrífðu það og settu í lítinn bala. Helltu bolla af salti yfir.
2. Nuddaðu kálið með saltinu og láttu standa í 2-3 tíma.
3. Skolaðu saltið af kálinu
4. Sósan; Blandaðu 30 ml af köldu vatni við 10 ml af hveiti saman í litlum potti. Settu yfir hita og hrærðu þar til hveitiblandan verður eins og lím. Láttu kólna.
5. Settu lauk, hvítlauk, engifer, mangó og kælt hveitilímið í blandara og hrærðu vel saman.
6. Helltu blöndunni í skál og blandaðu fiskisósu og chili við með sleif. Hrærðu vel.
7. Nú er hægt að blanda chiliblöndunni við kálið, sem á núna að vera lint en ekki blautt. Settu kálið í krukkur en ekki fylla þær því kálið á eftir að gefa frá sér vatn sem verður að sósu.
8. Eftir 2-3 daga, fer eftir hitastigi, ætti sósan að bubbla aðeins í krukkunni og liturinn að byrja að dökkna. Á þriðja degi er hægt að byrja að gæða sér á kálinu en því lengur sem það bíður því bragðsterkara verður það.
Arim mælir einnig með enskum kennsluvídeóum kóreska kokksins Maangchi á youtube:

 


Fennel skalottlaukur sulta

500 gr ferskt fennel

500 gr skalottlaukur 

3 msk olía

3 hvítlauksgeirar 

1 tsk kanill

1 tsk cummin

1 tsk fennelfræ

1 dsl hvítvín 

2 1/2 dl sérry

2 dl púðursykur 

Fennel skorið í strimla og soðið í 5_8 mín

Laukurinn skorinn í sneiðar steiktur í olíunni

Fennel sett útí og síðan krydd látið malla

Sett í krukkur


Rauðrófur jóla

1 kg ferskar rauðrófur 

Bakaðar í ofni

Lögur

1/2 ltr epla eða hvítvíns edik

400 gr sykur

1 tsk salt

 

Í krukkuna

3_4 stjörnuanís

2 kanilstangir

5 cm ferskur engifer skorinn í sneiðar 

2 blóð lárviðarlauf

Rauðrófurnar skornar í munnbitastærð

Lögurinn soðin saman

Allt sett í krukur

 


Spicy sætkartöflufranskar Gulur rauður grænn og salt

Spicy sætkartöflufranskar
2 sætar kartöflur, skornar í franskar
2 msk kókosolía,fljótandi
3 msk chillímauk, t.d. minched hot chili frá Blue dragon
½ tsk salt
25 g möndlumjöl, t.d. Almond flour frá NOW

Avacado aioli
2 avacado
1 tsk hvítlauksrif, rifið
½ tsk salt
1 msk safi úr sítrónu

  1. Hellið kókosolíunni yfir sætkartöflufranskarnar.
  2. Bætið chillímaukinu saman við og blandið vel saman.
  3. Bætið síðan möndlumjölinu saman við ásamt saltinu og þekjið allar franskarnar.
  4. Setjið kartöflurnar á ofnplötu með smjörpappír og látið inn í 180°c heitan ofn í um 20 mínútur. Hrærið einstaka sinnum í þeim svo þær brenni ekki við.
  5. Gerið avacadómaukið með því að setja öll hráefnin í matvinnsluvél og mauka vel (ef þið eigið ekki blandara notið gaffal).
  6. Berið fram með t.d. kjúklingi, fiski eða góðri steik og njóóóóótið!

Cous cous salat með kjúklingabaunum

Cous cous salat með kjúklingabaunum
1 bolli cous cous *
3/4 bolli vatn
1-2 msk safi úr ferskri sítrónu
salt og pipar
1 krukka kjúklingabaunir, t.d. frá Himneskri hollustu
1 rauð paprika, skorin í teninga
1 agúrka, skorin í teninga
1 tómatur, skorinn í teninga
1/2 – 1 rauðlaukur, saxaður
1 lúka steinselja, söxuð
1/2 krukka fetaostur (smá sleppa)

 

  1. Eldið cous cous skv pakkningu.
  2. Þegar þau er tilbúin setjið sítrónusafa saman við og kryddið með salti og pipar.
  3. Bætið öllum hinum hráefnunum saman við og salti og pipar eftir þörfum.
  4. Berið fram eitt og sér eða sem meðlæti með öðrum réttum.

 


Heimsins besti hummus Kvennablaðið

heimsins besti hummus
 
 
Innihaldsefni
  • 1 dós kjúklingabaunir, skolaðar og sigtaðar
  • 3 msk hnetusmjör
  • 1-2 msk Sriracha sósa (hún er mjög sterk svo farið varlega og smakkið til)
  • 1 msk maukaður engifer, ferskur
  • 2 litlir hvítlauksgeirar
  • 1/2-1 msk hunang eða maple-síróp/agave fyrir vegan (má sleppa)
  • 1 msk ólífuolía
  • 3-4 msk af klakavatni
  • 1/2 bolli salthnetur, gróft saxaðar
  • 2 vorlaukar saxaðir smátt
  • 1 búnt kóríander, saxað
  • Safi úr 1/2 lime, má sleppa
  • Salt og pipar eftir smekk
Leiðbeiningar
  • 1
    Setjið kjúklingabaunir, hnetusmjör, Sriracha sósuna, engifer, hvítlaukinn, hunangið (eða maple-sýrópið/agave), salt og pipar í matvinnsluvél og blandið vel saman.
  • 2
    Með vélina í gangi hellið ólífuolíunni ásamt klakavatninu í, þetta hjálpar blöndunni að verða dásamlega mjúk og góð.
  • 3
    Setjið blönduna í skál og kreistið lime safa yfir og blandið svo saman við hana hnetunum, kóríanderinu og vorlauknum með sleif.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband