Færsluflokkur: Grænmeti

Spicy sætkartöflufranskar Gulur rauður grænn og salt

Spicy sætkartöflufranskar
2 sætar kartöflur, skornar í franskar
2 msk kókosolía,fljótandi
3 msk chillímauk, t.d. minched hot chili frá Blue dragon
½ tsk salt
25 g möndlumjöl, t.d. Almond flour frá NOW

Avacado aioli
2 avacado
1 tsk hvítlauksrif, rifið
½ tsk salt
1 msk safi úr sítrónu

  1. Hellið kókosolíunni yfir sætkartöflufranskarnar.
  2. Bætið chillímaukinu saman við og blandið vel saman.
  3. Bætið síðan möndlumjölinu saman við ásamt saltinu og þekjið allar franskarnar.
  4. Setjið kartöflurnar á ofnplötu með smjörpappír og látið inn í 180°c heitan ofn í um 20 mínútur. Hrærið einstaka sinnum í þeim svo þær brenni ekki við.
  5. Gerið avacadómaukið með því að setja öll hráefnin í matvinnsluvél og mauka vel (ef þið eigið ekki blandara notið gaffal).
  6. Berið fram með t.d. kjúklingi, fiski eða góðri steik og njóóóóótið!

Cous cous salat með kjúklingabaunum

Cous cous salat með kjúklingabaunum
1 bolli cous cous *
3/4 bolli vatn
1-2 msk safi úr ferskri sítrónu
salt og pipar
1 krukka kjúklingabaunir, t.d. frá Himneskri hollustu
1 rauð paprika, skorin í teninga
1 agúrka, skorin í teninga
1 tómatur, skorinn í teninga
1/2 – 1 rauðlaukur, saxaður
1 lúka steinselja, söxuð
1/2 krukka fetaostur (smá sleppa)

 

  1. Eldið cous cous skv pakkningu.
  2. Þegar þau er tilbúin setjið sítrónusafa saman við og kryddið með salti og pipar.
  3. Bætið öllum hinum hráefnunum saman við og salti og pipar eftir þörfum.
  4. Berið fram eitt og sér eða sem meðlæti með öðrum réttum.

 


Heimsins besti hummus Kvennablaðið

heimsins besti hummus
 
 
Innihaldsefni
  • 1 dós kjúklingabaunir, skolaðar og sigtaðar
  • 3 msk hnetusmjör
  • 1-2 msk Sriracha sósa (hún er mjög sterk svo farið varlega og smakkið til)
  • 1 msk maukaður engifer, ferskur
  • 2 litlir hvítlauksgeirar
  • 1/2-1 msk hunang eða maple-síróp/agave fyrir vegan (má sleppa)
  • 1 msk ólífuolía
  • 3-4 msk af klakavatni
  • 1/2 bolli salthnetur, gróft saxaðar
  • 2 vorlaukar saxaðir smátt
  • 1 búnt kóríander, saxað
  • Safi úr 1/2 lime, má sleppa
  • Salt og pipar eftir smekk
Leiðbeiningar
  • 1
    Setjið kjúklingabaunir, hnetusmjör, Sriracha sósuna, engifer, hvítlaukinn, hunangið (eða maple-sýrópið/agave), salt og pipar í matvinnsluvél og blandið vel saman.
  • 2
    Með vélina í gangi hellið ólífuolíunni ásamt klakavatninu í, þetta hjálpar blöndunni að verða dásamlega mjúk og góð.
  • 3
    Setjið blönduna í skál og kreistið lime safa yfir og blandið svo saman við hana hnetunum, kóríanderinu og vorlauknum með sleif.

Spírusalat með kínóa

 

Orkumikið spírusalat með soðnu kínóa

1 haus iceberg-salat, skorinn í strimla
1 epli, smátt skorið
½-1 avókadó, eftir stærð
½ gúrka í teningum
½ rauð paprika í teningum
1 box próteinblanda frá Ecospíru (spíraðar blandaðar baunir)
½ box t.d blaðlauks og radísuspírur

Dressing:
1 sítróna, safinn
4 dl vatn
1 msk tamarisósa
1 tsk gróft sinnep
2-3 msk möndlumauk, fæst tilbúið
1-2 msk kókospálmasýróp eða gott hunang
dill, best ferskt eða hægt að nota þurrkað
Allt sett í blandara og síðan blandað saman við salatið.

Soðið kínóa:

2 ½ dl kínóa
5 dl vatn
1 ½ tsk. grænmetiskraftur
½ tsk. túrmerik
svartur pipar á hnífsoddi

Sjóðið kínóa í vatninu í 2 mín. Hellið þá mestu af vatninu af. Bætið jafnmiklu vatni og hellt var af aftur í pottinn, setjið grænmetiskraftinn og kryddið út í og sjóðið í 8-10 mínútur, takið af hellunni og hafið lokið á. Látið kólna.

Setjið soðið kínóa á fat, salatið ofaná og allt um kring.


Spergilkáls- og eplasalat Albert eldar

Spergilkáls- og eplasalat. Mikið uppáhalds salat hér á bæ sem við ýmist borðum sem sér rétt eða sem meðlæti. Eins og margoft hefur komið fram er æskilegt að borða meira afgrænmeti – meira í dag en í gær. Þetta er hollt, alveg meinhollt. Spergilkál er trefjaríkt inniheldur fáar hitaeiningar og er ríkt af vítamínum og steinefnum.

Spergilkáls- og eplasalat

4 b ferskt spergilkál skorið í bita

1/2 b rifnar gulrætur

1/4 b saxaður rauðlaukur

2 stór epli, skorin í bita

1/2 b pekanhnetur, saxaðar gróft

1/2 b þurrkuð trönuber, söxuð gróft

Dressing:

1/2 b mæjónes

1/2 b grísk jógúrt

2 msk sítrónusafi

1 tsk hunang

1/4 tsk salt

pipar

Setjið spergilkál, gulrætur, lauk, epli, hnetur og trönuber í skál. Blandið saman mæjónesi, jógúrt, sítrónusafa, hunangi, salti og pipar. Blandið öllu saman og látið standa í amk klst áður en er borið fram.

 


Hummus

350 gr kjúklingabaunir

1-4 hvítlauksrif

3-4 msk tahini

safi úr hálfri sítrónu

1 dl olía

1/2 - 1 tsk salt

maukið saman í matvinnsluvél


Kínóaréttur með sveppum og trönuberjum Heilsumamman

Kínóaréttur með sveppum og trönuberjum

Þetta er ótrúlega góður Kínóa réttur.  Er mjög einfalt og tekur ekki nema örfáar mínútur ef þið eigið þegar soðið Kínóa inni í ísskáp.  Þessi samsetning af lauk, sveppum og trönuberjum er alveg einstaklega góð og eins og það kalli fram það besta hjá hvoru öðru.  Þessi uppskrift var í námsbókunum mínum svo ég á ekkert í henni nema það að ég bý þetta mjög reglulega til.

Ég er tiltölulega nýfarin að elska Kínóa.  Hér áður fyrr keypti ég einstaka sinnum  Kínóa og notaði í staðinn fyrir hrísgrjón en eftir að ég komst almennilega upp á lag með það gersamlega ELSKA ég það:) Það er fljótlegt að elda það og það er hægt að nota það í næstum því um það bil hvað sem er.  Það er glúteinlaust, próteinríkt, inniheldur mörg næringarefni, trefjar og auðmeltanlegt, er hægt að biðja um eitthvað betra?

Ég er ekki ein um það að elska Kínóa því Matvæla og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur opinberlega lýst því yfir að árið 2013 verði  viðurkennt sem „Alþjóðlegt ár Kínóa.“ Það var nefnilega það. Áfram Kínóa :)

En aftur að réttinum.

Miðað við ca 3 – 4

  • 1-2 msk olía
  • Nokkrir sveppir
  • 1 laukur (má líka vera rauðlaukur)
  • 3 hvítlauksrif
  • 1 -2 msk grænmetiskraftur + smá vatn
  • Lúka af þurrkuðum trönuberjum
  • 4-5 dl af soðnu Kínóa (eða sjóðið skv.leiðbeiningum)

Aðferð:

  1. Setjið olíuna á pönnu og snöggsteikið sveppina, bætið lauk og hvítlauk út í.
  2. Bætið vatninu og grænmetiskraftinum á pönnuna og blandið vel saman.
  3. Setjið Kínóa út á pönnuna og blandið vel saman.
  4. Endið á því að setja trönuberin út í.

Gott með góðu sallati eða hverju sem er.  Í tilefni af því að ég átti bæði fallegt þroskað mangó og kóríander (ásamt rauðlauk og lime)  bjó ég til mangó-salsa sem við vinkonurnar boðuðum með þessum rétt og það var bara dásamlegt :)

kínóa


Einfalt linsubauna „curry“ Heilsumamman

Einfalt linsubauna „curry“

Hversdagsréttur sem er ekki bara hollur heldur virkilega GÓÐUR :)  Og ekki bara hollur og góður, heldur líka einfaldur og fljótlegur og ÓDÝR!

Það var einhvern eftirmiðdaginn þegar kvöldmatur nálgaðist og ég nennti ómöglega hvorki að elda neitt flókið og enn síður að fara út í búð og ákvað að ég skyldi bara nota það sem til væri.  Nema gallinn var sá að það var MJÖG lítið til í kotinu.  Eftir að hafa farið yfir lagerstöðuna var ljóst að það yrði eldað úr linsubaunum :)   Ég fór á google og leitaði efir lentils curry  og upp kom þessi dásamlega uppskrift sem hafði orðið YUMMI svo mörgum sinnum í textanum svo ég gat ekki annað en prufað og sá svo sannarlega ekki eftir því.   Ég hef gert þennan rétt nokkrum sinnum og hann slær alltaf í gegn.

Hráefni:

  • 3 dl rauðar linsubaunir
  • 2 msk kókosolía
  • 1 -2 tsk curry paste (upphaflega uppskriftin segir 2 msk en það er ROSALEGA sterkt)
  • 1 1/2  tsk góð karrýblanda (ég hef bæði notað frá Himneskri  hollustu og líka Pottagöldrum, bæði gott)
  • 1/2 tsk túrmerik
  • 1 tsk kókospálmasykur (ef þið viljið engan viðbættan sykur má setja 1-2 mjúkar döðlur út í sósuna)
  • 2 hvítlauksrif
  • 2 cm af engifer – rifið niður
  • 1 laukur, smátt saxaður
  • 400 ml tómatpassata (það má líka nota maukaða tómata eða jafnvel 2-3 msk tómatpuré og 4 dl af vatni (hrist saman)
  • 1 dl kókosmjólk ( ég set hana ekki alltaf,  fínt að gefa henni stundum frí og setja bara vatn)

Aðferð:

  1.  Best er að láta linsubaunirnar liggja í bleyti í nokkra tíma en ef þið lendið í tímahraki er samt gott að láta þær liggja í ca. 15 mín frekar en ekki neitt.  Sjóðið þær svo í potti í ca. 15-20 mín.
  2. Hitið pönnu, bræðið kókosolíuna og bætið á hana curry paste, karrý, túrmerik, hvítlauk og engifer, bætið lauknum út á og leyfið þessu að malla í 2-3 mín.  Passið að þetta brenni ekki á pönnunni, ef það er að fara að gerast bætið þá örlitlu vatni á pönnuna.
  3. Bætið tómatpassata út á pönnuna,
  4. Þegar linsubaunirnar eru tilbúnar hellið þið vatninu af þeim.
  5. Bætið linsubaunum út saman við krydd-lauk blönduna og blandið vel.
  6. Bætið kókosmjólkinni út í og berið fram með fersku kóríander, soðnum hýðishrísgrjónum eða kínóa og góðu salati.

Ath. það má auðvitað bæta eins miklu við af grænmeti eins og hver og einn óskar sér :)   Það er virkilega gott að skera niður gulrætur og setja þær þá um leið og laukurinn fer á pönnuna.

Það má líka alveg sleppa grjónunum og hafa bara nóg af grænmeti með :)


Karrýkókospottréttur Albert eldar

Karrýkókospottréttur

Karrýkókospottréttur. Sumir réttir eru þannig að það er engu líkara en þeir breyti lífi manns, áhrifin verða svo mikil og eftirminnileg. Það á við um þennan grænmetispottrétt. Á fögru síðsumarskvöldi í gömlu húsi á Ísafirði bragðaði ég hann fyrst og át yfir mig…

Karrýkókospottréttur

500 g sætar kartöflur

500 g spergilkál

1 rauð paprika

2 gulrætur

2 tómatar

3 laukar

2 dl jómfrúarólífuolía

2 msk. grænmetiskraftur

4 dl vatn

2 msk. ferskur kóríander

500 ml kókosmjólk

200 g soðnar linsubaunir

2 bananar

1 msk. karrímauk eða karríduft

Skerið allt grænmetið í hæfilega stóra bita, ekki of litla. Hitið olíuna í stórum potti, látið karríið og laukinn út í og steikið um stund. Bætið við gulrótum, sætum kartöflum, spergilkáli, papriku, tómötum, grænmetiskrafti og vatni. Sjóðið í um 20 mínútur við lágan hita. Bætið þá kóríander, kókosmjólk, soðnum linsubaunum, karríi og banönum út í. Látið sjóða í nokkrar mínútur til viðbótar. Berið fram með hrísgrjónum.


Sesamsalat læknirinn í eldhúsinu

Ekta keisarasalat - eldsnögg veislumáltíð

Ég gerði þessa uppskrift seinast á fimmtudaginn þar sem ég átti talsvert af kjúklingi afgangs frá því kvöldinu áður. Nýtni er dyggð!

Fyrir salatið

Einn haus romaine-salat
150 g beikon
2 kjúklingabringur
2 stórar sneiðar af góðu brauði
100 g parmaostur
2 meðalstórir tómatar
hvítlauksolía

Fyrir dressinguna

3 msk majónes
2 msk sýrður rjómi
2 flök ansjósur
1 hvítlauksrif safi úr
1/2 sítrónu
salt og pipar
1 msk vatn
20 g raspaður parmaostur


Salatið

1. Saltið og piprið kjúklingabringurnar og steikið á pönnu. Þegar þær hafa tekið lit setjið þið þær í eldfast mót og inn í 180 gráðu heitan ofn. Bakið þangað til kjarnhiti er 82 gráður. Látið kólna.

2. Skerið brauðið í teninga og steikið upp úr hvítlauksolíu þangað til þeir eru gullinbrúnir og stökkir.

3. Steikið beikonið og skerið í bita.

4. Rífið salatið í bita, hlutið tómatana niður og raðið í skálar.

5. Skerið kjúklingabringurnar niður í 3-4 ríflega bita og leggið ofan á salatið.

6. Raðið beikoni, brauðteningum og að lokum parmaostinum. 7. Toppið ríkulega með dressingunni.

Dressingin

1. Setjið ansjósurnar og hvítlaukinn í mortél og merjið saman. 2. Blandið saman í skál majónesinu, sýrða rjómanum,

sítrónusafanum og vatninu.

3. Bætið ansjósu- og hvítlauksmaukinu við ásamt salti og pipar og röspuðum parmaostinum. Blandið vel.

 
 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband