Færsluflokkur: Pizzur

Humarpizza gulurrauðurgrænn&salt

Fræga humarpizzan hennar Kristínar
Pizzabotn
Gerir um 6 stk
500 g hveiti
3,25 g vatn, fingurvolgt
1/2 poki þurrger
væn slumma hunang

Meðlæti
6 kúlur mozzarella, 1 kúla á hvern botn
smjör
2 pokar humar, sérvalið skelbrot
1 hvítsrif, pressan
1/2 rauður chilí, saxaður
1/2 msk agave sýróp
fersk basilíka
salt og pipar

Pizzasósa
2 msk agave sýróp, fljótandi
2 msk hunang
1/2- 1 hvítlauksrif, pressað
ólífuolía

  1. Gerið pizzabotninn og hnoðið öllum hráefnunum saman og látið hefast í um klukkustund. Deigið á að vera létt í sér því þá nær maður botnunum þunnum og góðum.
  2. Fletjið deigið í um 6 þunna botna.
  3. Forbakið botnana í 220°c heitum ofni en eldið þá ekki alveg í gegn. Með þessu verða botnarnir “crispy”. Takið þá út og geymið á pizzagrind.
  4. Skerið mozzarellaostinn í örþunnar sneiðar. Látið í sigti og geymið í smá stund og leyfið vökvanum að leka af þeim.
  5. Setjið smjör á pönnu og steikið hvítlauk, chilí. Bætið humarnum síðan saman við. Kryddið með ferskri
  6. basilíku, sýrópi og salti og pipar.
  7. Gerið pizzasósuna með því að blanda saman sýrópi, hunangi, olíu og hvítlauk. Hafið sósuna þunna.
  8. Setjið mozzarellaostinn því næst á pizzuna og stráið ferskum basilíkublöðum yfir.
  9. Bakið pizzuna í 225°c heitum ofni á blæstri þar til hún er alveg að verða tilbúin. Setjið þá undirhita á til að hún verði perfecto.
  10. Takið út úr ofninum og stráið rifnum parmesan,sjávarsalti og pipar og njótið svo vel.

Kjúklingapizza með BBQ sósu

Kjúklingapizza með BBQ sósu 

Fyrir  4

Efni:

Botninn

  • 1 tsk pressuger (þurrger)
  • 1-1/2 bolli volgt vatn
  • 4 bollar hveiti
  • 1 tsk.  salt
  • 1/3 bolli ólívu olía

Álegg á pizzuna

  • 2 kjúklingabringur
  • 1/2 bolli bbq sósa
  • Ólívuolía
  • Salt
  • 450 gr nýr mozzarella ostur, skorinn í sneiðar
  • 1/2 rauðlaukur, skorinn i sneiðar
  • 4-6 beikonræmur, vel steiktar og muldar
  • Kóríander, saxað

Aðferð:

Botninn

  1. Setjið volga vatnið í könnu og gerið út í. Látið standa í 10 mín.
  2. Bætið hveiti og salti út í. Hrærið saman og bætið olíu hægt út í. Hnoðið deigið þar til það er komið vel saman. Þá er það sett aftur í skálina, smá olía borin á deigkúluna, filma sett yfir skálina og deigið látið hefast í 1-2 klst. við herbergishita.
  3. Þegar kominn er tími til að baka pizzuna er ofninn hitaður í 200ËšC.
  4. Nú er deigið flatt út og sett á bökunarplötu (gott að hafa bökunarpappír undir). Stráið smávegis af salti á botninn.
  5. Bakið botninn þar til hann er ljósbrúnn.

 

Áleggið fyrir pizzuna

  1. Hafið ofninn áfram í 200ËšC.
  2. Stráið salti á bringurnar og setjið í eldfast mót, hellið bbq sósunni á kjötið og bakið í 20-25 mín. (munið að kjúkling á alltaf að gegnsteikja)  Takið úr ofninum og skerið í bita.
  3. Stráið lauknum á botninn, látið kjúklingabitana og beikonið ofan á og að lokum ostinn. Bætið svolitlu af barbekjú sósu ofan á.
  4. Bakið þetta nú saman í 15 mín.
  5. Takið úr ofninum og dreifið kóríander yfir pizzuna- og verði ykkur að góðu!

 


Spínatbaka með smjördeigsbotni

 

Parmesanbaka með spínati og kirsuberjatómötumÞessi dásamlega baka með smjördeigsbotni er ótrúlega einföld og svo ótrúlega góð. Hún er frábær sem léttur kvöldverður með einföldu salati og sómir sér vel á hlaðborði, í saumaklúbbinn og í „brunchinn“.

Bakan er með parmesan-, spínat- og blauðlauksfyllingu og toppuð með kirsuberjatómötum. Fullkomin á haustkvöldi.

Það var hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem töfraði þetta fram.

Parmesanbaka með spínati og kirsuberjatómötum

Það sem þarf

  • 3 plötur smjördeig (um 250 g)
  • 1 púrrulaukur
  • 150 g spínat
  • 100-150 g ferskrifinn parmesan
  • 3 egg
  • 1 dl rjómi
  • 1 dós  (400 g) kirsuberjatómatar í dós
  • salt
  • pipar

Aðferð

Fletjið smjördeigið út og þekjið bökumót sem er um 24 sm í þvermáli með því. Stingið um botninn með gaffli og látið síðan í frysti í 30 mínútur.

Hitið ofninn í 225°.

Forbakið bökuskelina í 15 mínútur í miðjum ofni. Takið skelina að því loknu úr ofninum og lækkið hitann niður í 200°. Ef smjördeigið hefur blásið upp við baksturinn þá er botninum á því þrýst aftur niður.

Skolið púrrulaukinn og skerið hann í strimla.

Hitið olíu á pönnu og steikið púrrulaukinn þar til hann er orðinn mjúkur. Bætið þá spínatinu á pönnuna og steikið áfram þar til spínatið er orðið mjúkt.

Setjið púrrulauk, spínat og rifinn parmesanost í bökuskelina.

Hrærið egg og rjóma saman og kryddið með salti og pipar. Hellið hrærunni yfir fyllinguna og toppið með hálfum kirsuberjatómötum.

Bakið í miðjum ofni í um 30 mínútur.

Njótið!


Pizza Alda

50 gr hveiti 170 kcal

50 gr heilhveiti 152 kcal

50 gr hveitiklíð 49 kcal

1 msk olía  41 kcal

vatn

þetta er 2 pizzubotnar  412 kcal 

 

álegg fyrir 1 pizzu

Laukur,sveppir,paprika tómatar 150 gr 50 kcal

sósa 50 gr 50 kcal

75 gr ostur 100 kcal

3,5 sn létt pepperoni 25 kcal

Samtals 430 kcal pr mann


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband