Sultað grænmeti

Sultað grænmeti 
Móðir Jörð hefur þróað vörulínu af sultuðu grænmeti sem ætlað er sem meðlæti með ýmsum réttum en passa einnig vel með smásnittum og ostum:
Rauðrófugló (Rauðrófur, epli, laukur, engifer).  Klassísk og „pottþétt“ samsetning sem passar með grænmetisréttum, einnig gott með svínakjöti og smellpassar með hangikjöti og villibráð.  Hentar vel með sterkum ostum og ýmsum kjötsnittum. 
Gulrófugló (Gulrófur, döðlur, apríkósur).  Hentar með nær öllum indverskum og marokkóskum réttum.  Úrval með kjúklingi og grillkjöti.  Gott með mildum ostum. 
Fennelgló (Rauðrófur, fennel, hnúðkál, stjörnuanís).  Þessi uppskrift er nýstárleg og óvenjuleg, enda er létt lakkrísbragð einkennandi. Frábært meðlæti með önd og annari villibráð, kalkún, einnig fiskréttum s.s. pönnusteiktum eða grilluðum þorski, blálöngu eða öðrum hvítum fisk.  Einnig með öllum grænmetisréttum og grjónum. 
 
Mjólkursýrt grænmeti
Mjólkursýring (lacto fermentation) er gömul og rótgróin framleiðsluaðferð til að auka geymsluþol grænmetis. Þessi vinnsluaðferð er að sækja í sig veðrið aftur um heim allan, enda hollusta í hverjum bita.  Við vinnslu myndast mjólkursýrugerlar í grænmetinu sem rotver það en er auk þess undirstaða góðrar meltingar. Súrkál er auk þess ríkt af C-vítamíni og hjálpar til við að koma jafnvægi á sýrstig líkamans.  Mjókursýrða grænmetið frá Móður Jörð hefur ekki fengið neina hitameðferð og skal því geyma í kæli:  
-          Ekta súrkál (hvítkál og salt):  Gott með eggjakökum, grænmetisréttum, pylsum og steiktu kjöti og fiski.
-          Kryddað hvítkál og rauðrófur (með engifer, negul, rúsínum og kryddi). Hentar vel með bragðmiklum kjötréttum og ýmsum hátíðarréttum, auk grænmetisfæðis. 
-          Kryddað grænmæti (hvítkál og rauðrófur) með engifer og kóríander.  Hentar vel með krydduðum réttum.  
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband