Færsluflokkur: Taco

Súper­holl mexí­kósk veisla Solla

Súper­holl mexí­kósk veisla

Mexíkósk veisla hjá mæðgunum Sollu og Hildi.

Mexí­kósk veisla hjá mæðgun­um Sollu og Hildi.

„Mat­ur inn­blás­inn af mexí­kóskri mat­ar­hefð rat­ar reglu­lega á mat­seðil­inn okk­ar. Börn­in eru ánægð með þenn­an holla og ljúf­fenga mat, en það besta er hversu fljót­legt og auðvelt er að út­búa máltíðina.

Við erum nefni­lega farn­ar að hall­ast að því, að það hversu auðveld máltíð er í fram­kvæmd, skipti miklu máli þegar við erum að taka ákvörðun um hvað eigi að vera í mat­inn. Við höf­um bara ekki alltaf orku eða tíma til að standa í stór­ræðum í eld­hús­inu. Þess vegna finnst okk­ur mæðgun­um gott að eiga nokkr­ar fljót­leg­ar en holl­ar upp­skrift­ir uppí erm­inni. Þá föll­um við síður fyr­ir skyndi­bita eða fljót­legri óholl­ustu. Gott ráð er að bæta reglu­lega við sig einni og einni hollri upp­skrift til að æfa og ná góðum tök­um á, sem síðan end­ar jafn­vel sem fasta­gest­ur á mat­seðlin­um,“ segja mæðgurn­ar Solla Ei­ríks­dótt­ir og Hild­ur Ársæls­dótt­ir á bloggi sínu:

Mexí­kó veisl­an hent­ar mjög vel þegar tím­inn er af skorn­um skammti. Í raun og veru þarf bara að stappa og hita baun­ir með kryddi, út­búa ein­falt guaca­mole og skera smá ferskt græn­meti niður. Það er nú allt og sumt. Við skell­um oft­ast í heima­gerðar túr­merik-tortill­ur úr grófu spelti í leiðinni (þær eru fljót­leg­ar), en það er líka hægt að kaupa til­bún­ar heil­hveiti tortill­ur í búðinni, ef maður er á mik­illi hraðferð.

Þó svo að það geti verið sniðugt að spara tíma í eld­hús­inu með fljót­leg­um upp­skrift­um, þá á það sama ekki við um sjálf­an mat­máls­tím­ann! Við mæl­um svo sann­ar­lega með því að gefa sér tíma til að njóta mat­ar­ins, helst í góðum fé­lags­skap. Við trú­um því að við skynj­um bet­ur skila­boð lík­am­ans um svengd og seddu þegar við ein­beit­um okk­ur að því að njóta máltíðar­inn­ar. Það er líka gott að taka eft­ir því hvernig mat­ur­inn fer í okk­ur, veita því eft­ir­tekt hvernig okk­ur líður eft­ir mat­inn, er þetta mat­ur sem okk­ur verður vel af?

Þessi máltíð inni­held­ur baun­ir, holla fitu (ólífu­olía og avóka­dó), gróf­meti, fullt af kryddi og fersku græn­meti. 

Súpergirnilegt!

Súperg­irni­legt!


Gott ráð: Hægt er að bera chili pip­ar­inn fram sér, ef ein­hver er ekki van­ur chili (t.d. börn­in). Sum börn eru líka hrif­in af að fá hreint stappað avóka­dó í staðinn fyr­ir guaca­mole.

Annað gott ráð: Eitt af okk­ar upp­á­halds trix­um fyr­ir fljót­lega mat­ar­gerð er að út­búa heima­gerðar krydd­blönd­ur til að eiga til taks seinna. Ein þeirra er mexí­kóska krydd­bland­an sem við not­um í þessa upp­skrift. (Það má líka kaupa til­búna krydd­blöndu). Svo er í hallæri hægt að kom­ast upp með að nota bara smá lauk­duft í staðinn fyr­ir blönd­una.

Upp­skrift­in er úr nýju mat­reiðslu­bók­inni okk­ar Him­neskt - að njóta

Upp­skrift­in

Svart­bauna­mauk

2 msk jóm­frú­ar ólífu­olía
2 pressuð hvít­lauksrif
3½ dl soðnar svart­ar baun­ir
2 tsk heima­gerð mexí­kó krydd­blanda
½ - 1 tsk sjáv­ar­salt­flög­ur
1 msk sítr­ónusafi
2-3 msk fersk­ur kórí­and­er

Hitið ol­í­una á pönnu og létt­mýkið hvít­lauk­inn þar í. Bætið svörtu baun­un­um út á ásamt krydd­blönd­unni og látið malla í um 5 mín. Gott að hræra í og mauka baun­irn­ar aðeins með sleif­inni. Kryddið með salti og sítr­ónusafa. Takð af hit­an­um og hrærið fersk­um kórí­and­er út í. 

Salsa

4 plóm­u­tóm­at­ar, 
1 rauð paprika, 
2 msk fersk­ur kórí­and­er
1 msk rauðlauk­ur
1 msk rifið límónu­hýði (má sleppa)
1 msk límónusafi eða sítr­ónusafi
1 msk fersk­ur chili, fínt saxaður
½ tsk sjáv­ar­salt
nýmalaður svart­ur pip­ar

Skerið tóm­at­ana fyrst í tvennt og kjarn­hreinsið og skerið paprik­una í tvennt og stein­hreinsið. Skerið svo í litla ten­inga (½ x ½ cm) og setjið í skál. Afhýðið rauðlauk­inn og saxið smátt ásamt ferska chili­inu. Blandið allri upp­skrift­inni sam­an í skál.

Guaca­mole

2 avóka­dó
1 msk rauðlauk­ur
1 msk fersk­ur chili, fínt saxaður
25 g fersk­ur kórí­and­er
1 msk límónu- eða sítr­ónusafi
1 hvít­lauksrif, pressað
¼ tsk sjáv­ar­salt­flög­ur

Túr­merik tortill­ur

2 ½ dl spelt, gróft og fínt til helm­inga
2 tsk túr­merik
1 tsk vín­steins­lyfti­duft (má sleppa)
2 msk jurtamjólk
2 msk heitt vatn
1 msk sítr­ónusafi
1 msk jóm­frú­ar ólífu­olía

Hrærið öllu sam­an og hnoðið létt. Deigið á ekki að vera of þurrt, en held­ur ekki að klístr­arst við fing­urna. Bætið við smá mjöli ef það er of blautt eða smá vökva ef of þurrt. Stráið spelti á brettið þegar þið fletjið brauðin út með köku­kefli, svo að deigið klístrist ekki við.
Hitið pönnu og þurr­steikið brauðin í u.þ.b. eina mín­útu á hvorri hlið. Tíma­lengd­in fer svo­lítið eft­ir hita­stig­inu á pönn­unni, en þegar þið sjáið loft­ból­ur mynd­ast í brauðinu er tími til kom­inn að sná því við. Hafið til­bú­inn disk með visku­stykki á svo að hægt sé að vefja brauðin inn í visku­stykkið, þegar þau koma af pönn­unni.

Mexí­kósk krydd­blanda

2 msk papriku­duft
1½ msk malað kúmín
1 msk chili­duft
1 msk hvít­lauks­duft
1 msk lauk­duft
1½ tsk chili­f­lög­ur
1½ tsk or­egano
1½ tsk sjáv­ar­salt­flög­ur
1½ tsk nýmalaður svart­ur pip­ar
½ tsk reykt papriku­duft
½ tsk kanil­duft
¼ tsk malaður neg­ull

Öllu blandað sam­an og sett í krukku með loki, geym­ist vel.


sallat

1/2 box rjómaostur

1 ds salsasósa

hrært saman sett í botn á fati

jöklasallati stráð yfir síðan

rauðlauk og tómötum til skiptis

taco flögur bornar með


Taco

500 gr nautahakk

1. pk taco season mix

steikt og sett í eldfast mót

1. ds green chili niðursoði sett yfir

Taco guaco mole

1 ds sýrður rjómi hrært saman of sett yfir

bakað aðein í ofni

taco flögur bornar með


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband