Færsluflokkur: Fiskur

Soðinn þorskur Heilsuréttir

6 þorskbitar

3 msk olía

2 hvítlauksrif

1-2 msk caperspur

rifinn börkur af sítrómu

 

Dill möndluhjúpur

60 gr malaðar möndlur

30 gr brauðmylnsla

1/2 búnt ferskt dill

1/2 búnt fersk steinselja

sett í matvinsluvél sett yfir þorskinn

Bygg sem er hér á síðunni gott með

 

 


Kjúklingabollur Heilsuréttir

5 kjúklingabringur

3 hvítlauksrif

20 gr fersk engifer

1 msk Tasa masala

1 msk cummin

1 tsk svartur pipar

1 tsk turmerik

2 msk olía

200 kr kartöflur maukaðar

1 msk sjávarsalt

bakið í ofni 20 -25 mín 190¨

 

 


Hvannar og anisgrafinn lax

1 laxaflak

2 msk þurkuð hvannarfræ steytt

2 msk anisfræ steytt

2 msk dillfræ steytt

2 msk fennelfræ steytt

2 msk salt

1 msk sykur

Setjið yfir laxinn

Geymið í kæli í 48 klst

 

Sinnepssósa 

1/2 dl Dijon sinnep 

1/2 dl sætt sinnep

1/2 dl púðursykur eða hunang

1/2 tsk anisfræ steytt

1/2 tsk hvannarfræ steytt

1/2 tsk fennelfræ steytt

1/2 tsk dillfræ steytt

Öllu hrært saman

 

 


Laxamús

500 gr soðinn lax 

200 gr sýrður rjómi 

1/4 tsk svartur pipar 

1 tsk basil

1 pk toro fiskihlaup

3 dsl heitt soð

 

 

Sósa

1 ds sýrður rjómi

1 lítil ds majónes 

1/4 ltr þeyttur rjómi 

Sítrónusafi 

Smá sykur 


Saltfiskur með bygotto, maukuðum tómötum og klettasalatsolíu

Saltfiskur með bygotto, maukuðum tómötum og klettasalatsolíu

Hráefni
Saltfiskurinn
800 gr saltfiskur í góðum bitum (ca 3 fallegir bitar á mann)
Hveiti til steikingar
2 msk ólífuolía
Smjörklípa
2 msk hvítvín

Sósan
4-6 íslenskir tómatar
Basil
Handfylli steinselja
2 geirar hvítlaukur
*Gulrót
*Sellerí
*Laukur
*ca 1 stykki af hverju en má vera meira eða minna eftir hvað hver vill

Byggotto
4 dl bankabygg
Kjúklingasoð
1 stykki laukur
Klettasalatsolía
Klettasalat
1 geiri hvítlaukur
Salt og pipar
Olía

Aðferð
Saltfisknum er velt upp úr hveiti og steiktur á pönnu í olíu og smjöri, kryddaður til og hvítvíninu hellt yfir í lokin.
Kross skorinn í tómatana og þeim dýft í sjóðandi vatn í eina mínútu, hýðið tekið af þeim og þeir kjarnhreinsaðir. Þeir eru svo soðnir með smátt skorna grænmetinu og hvítlauknum, steinselju og basil bætt út í í lokin. Þetta er svo smakkað til með salti og pipar og sett í matvinnsluvél og maukað, má ekki mauka of mikið. Nota má tómata úr dós til að einfalda réttinn.

Kjúklingasoð er útbúið úr vatni og kjúklingakrafti. Laukurinn er skorinn smátt og hitaður í potti með örlitlu af olíu, svo er byggið sett út í og soðið sett út í smátt og smátt þar til byggið er soðið.

Klettasalatið og hvítlaukur sett í matvinnsluvél og maukað, á meðan er olíu hellt út í þar til hæfilegri þykkt er náð á dressinguna. Kryddað til með salti og pipar.

Tómaturinn er settur fyrst á diskinn, síðan er byggið sett á og 3 fallegum saltfiskbitum raðað fallega í kring.

Klettasalatsolíunni er hellt yfir. Gaman að skreyta diskinn með fersku klettasalati og sítrónu á toppinn.

 


Baccalà alla maremmana - magnaður saltfiskréttur

 


Gratineraður fiskur með blómkálsgrjónum Eldhúsperlur

Gratineraður fiskur með blómkálsgrjónum

min_IMG_2310Þessi fiskréttur er svo góður að við eiginlega áttum ekki til orð þegar hann var snæddur núna eitt kvöldið. Bæði ungir sem aldnir nutu hans í botn. Hann er stútfullur af grænmeti og fiski og sósan er hrikalega góð. Mér finnst allavega alveg magnað að horfa á son minn moka upp í sig fiski og grænmeti með sósu og smjatta í millitíðinni yfir því hversu góður maturinn sé. Hann er nefnilega ekki ennþá kominn á það stig að reyna að vera kurteis yfir matnum svo harðari gagnrýnanda er varla hægt að fá. Við foreldrarnir vorum reyndar alveg innilega sammála honum. Ég hef oft gert fiskrétti með hefðbundnum hrísgrjónum en ákvað að prófa að gera þennan núna með blómkáls“grjónum“. Ég held að það verði ekki aftur snúið. Okkur fannst miklu betra að hafa blómkálið heldur en venjulegu hrísgrjónin, bæði bragðið og áferðin var dásamlegt. Ég verð að mæla alveg innilega með því að þið prófið þennan rétt sem fyrst!

Gratineraður fiskur með blómkálsgrjónum (fyrir 3-4):

  • 1 lítið blómkálshöfuð, rifið niður á grófu rifjárni
  • 600 grömm hvítur fiskur (ég var með þorskhnakka)
  • 1 lítil dós Kotasæla
  • 1 dós sýrður rjómi
  • 2 msk majones
  • 1 tsk karrý
  • 1 msk hunangsdijon sinnep (eða venjulegt dijon sinnep)
  • 1 rauð paprika, skorin smátt
  • 1/2 púrrulaukur, skorinn smátt
  • Ólífuolía, salt, nýmalaður pipar og Krydd lífsins (Frá Pottagöldrum eða annað gott krydd)
  • Rifinn góður ostur, ég notaði Óðals ost

Aðferð: Byrjið á að hita ofninn í 180 gráður með blæstri. Rífið blómkálið á rifjárni og dreifið því jafn í botninn á eldföstu móti. Kryddið með salt og pipar og dreypið yfir smá ólífuolíu og um 1 msk af vatni. Bakið í ofni í ca. 10 mínútur – eða á meðan þið útbúið restina af réttinumPage_1Skerið þorskinn í hæfilega bita, kryddið með salti, pipar og Kryddi lífsins.min_IMG_2293 Saxið blaðlaukinn og paprikuna smátt. min_IMG_2287Hrærið saman innihaldið í sósuna (kotasæluna, sýrða rjómann, majones, karrý, sinnep) og smakkið hana til með kryddinu, salti og pipar. min_IMG_2289Takið blómkálið útúr ofninum og lækkið hitann á ofninum í ca.160 gráður. Leggið fiskstykkin ofan á. Dreifið sósunni þá yfir fiskinn og þar ofan á paprikunni og púrrulauknum. min_IMG_2297min_IMG_2300Dreifið að lokum rifnum ostinum yfir og bakið í um það bil 20-25 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn. min_IMG_2308Berið fram t.d með léttu salati eða spírum. Ég mæli sérstaklega með blaðlauksspírum frá Ecospira, það er milt og gott laukbragð af þeim og þær pössuðu mjög vel með réttinum.min_IMG_2320min_IMG_2314


Saltfiskur með rjómasoðnu spínati

Saltfiskur með rjómasoðnu spínati


1.4 kg. saltfiskur 
1 dl. ólífuolía
600 g. ferskt spínat
4 skalottulaukar
1 græn paprika
10 g. mynta
1 dl. hvítvín
2 dl. fisksoð
2 dl. rjómi

Veltið fiskinum upp úr hveiti og steikið hann í vel heitri olíunni.
Forsjóðið spínatið og skerið fínt.
Paprikan og skalottulaukurinn er saxað fínt og léttsteikt í olíunni.
Spínatinu er bætt út í og hitað í stuttan tíma.
Hellið hvítvíninu og rjómanum í pönnuna og sjóðið í stutta stund, setjið í matvinnsluvél og maukið. 

Jafnið(maizena mjöl) ef með þarf og setjið yfir fiskinn.


Lúðusalat

600 gr stórlúða

1 belgur sítrónusafi

1 belgur lime safi

2 avakado

6 tómatar

20 svartar olífur

olía

skerið lúðuna í litla bita ca 2 cm á alla kanta

setjið í skál og hellið sítrónu og lime safanum yfir

setjið filmu yfir og geymið í ísskáp í ca 10-12 klst

Takið lúðuna út hellið marineringunni af setjið í fallega skál

skerið niður avacado og tómata setjið í skálina og olívurnar blandið saman hellið olíu yfir

borið fram með góðu brauði.


Spænskur saltfiskur

900 gr saltfiskur

600 gr soðnar kartöflur

2 1/2 dl hvítvín

6 msl olívuolía

3 msk brauðrasp

2 msk ferskt rosmarin eða helmingi fleiri þurkað

3 stk stórir þroskaðir tómatar

skerið kartöflur í sneiðar

Hitið ofninn í 180°hellið 3 msk af olíu í edfast mót leggið kartöflur í botninn

skerið fiskinn í bita og leggjið yfir stráið rósmarin yfir og brauðraspi.

skerið tómata í sneiðar og leggjið yfir hellkið afganginum af olíunni og hvítvíni yfir

kryddið með pipar

bakið í 20 mínútur.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband