Færsluflokkur: morgunmatur

Stökkt kókos- og bananagranóla Stökkt, trefjaríkt og án allra aukaefna!

Stökkt kókos- og bananagranóla
Stökkt, trefjaríkt og án allra aukaefna!
 
 
Skrifa umsögn
Prenta
 
Innihaldsefni
  1. 1 stór og vel þroskaður banani
  2. 4 msk kókosolía
  3. 1 msk vanilluessens
  4. Salt á hnífsoddi , örlítið salt dregur fram sætuna úr banönunum.
  5. 100 gr tröllahafrar
  6. 50 gr kókosflögur
  7. 50 gr saxaðar hnetur, t.d. pekan, valhnetur, möndlur, hesilhnetur eða blanda af þeim öllum
  8. 2 msk chiafræ
  9. 2 msk sólblómafræ eða hörfræ
  10. 2 msk gojiber, smátt saxaðar döðlur, apríkósur, rúsínur eða þurrkuð epli
  11. 1 tsk kanill ef vill
Leiðbeiningar
  1. Stappið banana vel og hrærið bræddri kókosolíu, kanil og vanilluessens saman við. Setjið blönduna til hliðar.
  2. Blandið öllum hinum innihaldsefnunum saman í skál.
  3. Hellið bananablöndunni saman við og blandið vel saman með höndunum. Blandan á að loða létt saman. Ef hún loðir nánast ekkert saman þarf aðeins meiri banana og olíublöndu.
  4. Dreifið blöndunni yfir bökunarpappír á bökunarplötu. Passið að rúsínur eða þurrkaðir ávextir standi ekki upp úr heldur séu þakin blöndunni, annars brenna þau.
  5. Bakið neðarlega í ofninum á 180 gráðum í 25 mínútur eða þar til blandan verður gyllt og stökk (verður enn stökkari við að kólna). Gott er að hræra 2-3 sinnum í blöndunni yfir bökunartímann.
  6. Kælið og geymið í loftþéttum umbúðum.
Athugasemdir
  1. Múslíið er gott í kökubotna, eplakökur, hafraklatta, út á skyr eða jógúrt eða með hnetu-, kókos- eða kúamjólk!
Höfundur: Tobba Marinósdóttir

Musli Alda

300 gr tröllahafrar

200 gr fræ og hnetur t,d sólblóma,heslihnetur,hörfræ graskersfræ

250-300 gr ávextir td rúsínur aprikósur,döðlur.trönuber

30 gr kókosmjöl eða flögur

2 msk agave sýróp má sleppa

3-5 msk vatn úðað yfir þegar þetta er komið á plötuna

2 msk kókósolía

allt hrært saman og sett á smjörpappír á plötu nema

ávextirnir og kókósmjölið

bakað í ca 10 mínútur ávextunum bætt við og bakað aftur í 10 mín

lækkað á ofninum og látið standa

látið kólna og sett í þéttar umbúðir.


Haframúffur

250 gr hafrar

1 tsk lyftiduft

1/2 tsk matarsódi

2 lúkur rúsínur

kanill

1/8 tsk salt

1 þroskaður,maukaður banani

230 ml sojamjólk

1 msk olía

1 tsk vaniludropar

öllu blandað saman ekki hræra of mikið

sett í muffins form bakað í 30 mín við 190°


Eggjamúffur

200 gr kotasæla

6 heil eggg eða 2 heil og 4 eggjahvítur

1 msk hveiti eða heilhveiti

1 tsk lyftiduft

salt og pipar

öllu hrært saman sett í mufins form og bakað 180°í 30 mín

uþb 10 múffur


Cia búðingur

Cia búðingur morgunmatur eða millimál

1 bolli möndlu eða soyamjólk
4 matskeiðar chiafræ
1&1/2 matskeið af hrásykri eða stevíu
1 teskeið af vanillu extracti
handfylli af berjum að eigin vali

Aðferð:

Blandið mjólkinni, sykrinum og vanillu extractinu saman í skál og hrærið vel saman. Bætið chiafræunum við og hrærið þar til að öll efnin eru vel blönduð saman. Hellið blöndunni svo í krukku og geymið í ísskáp yfir nóttu. Berið fram með blönduðum berjum ofan á, ef að þið viljið hafa þetta aðeins léttara er hægt að hella örlítið meira af mjólkinni yfir og hræra aðeins í.


Morgunverða muffins

250 gr hafrar

1 tsk lyftiduft

1/2 tsk matarsódi

2 lúkur rúsínur

kanill

1/8 tsk salt

1 þroskaður banani maukaður

230 ml sojamjólk,jógúrt eða möndlumjólk

1 msk kókósolí1 tsk vaniludropar

öllu blandað saman sett í smurt muffinsforma


Múffur í morgunmat

6 heil egg eða 2 egg og 4 eggjahvítur

1 msk hveiti eða 2 msk heilhveiti

1 tsk lyftiduft

öllu hrært saman og sett smurt muffinsform

bakað 180°í 30 mín

má bæta útí skingu eða grænnmeti


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband