Færsluflokkur: kökur og tertur

Vanilluskyrkakan sívinsæla Gulur rauður grænn og salt

Vanilluskyrkakan sívinsæla
150 g LU kanilkex
120 g smjör, brætt
500 gr KEA vaniluskyr
1 peli rjómi
1 krukka sulta, t.d. drottningasulta

  1. Myljið kexið niður og blandið saman við brætt smjörið. Setjið í form.
  2. Þeytið rjómann og blandið síðan skyrinu saman við rjómann með sleif.
  3. Setjið rjómablönduna ofan á botninn. Frystið í um 30 mínútur.
  4. Takið úr frysti og setjið sultu ofan á, magn eftir smekk.

Sjónvarpskaka

Sjónvarpskaka

50 gr smjörlíki
250 gr hveiti
3 tsk lyftiduft
1 tsk vanilluduft (eða vanilludropar)
3 egg
250 gr sykur
2 dl vatn

Kókoskrem:

125 gr smjörlíki
½ dl vatn
100 gr kókosmjöl
250 gr púðursykur

Aðferð:

Þeytið sykur og egg saman í skál yfir heitu vatni. Bræðið smjör og blandið því saman við og sigtið hveiti, lyftidufti og vanilludufti í. Hellið þurrefnum og vatni í skálina til skiptis. Hellið deiginu í smurt form og bakið við 200° í 20 mínútur. Notið ekki blástursofn.

Hellið hráefnunum fyrir kókoskremið í pott og bræðið saman, smyrjið því svo á botninn og látið standa í 5 mínútur. Sumir setja jafnvel kökuna í ofninn í nokkrar mínútur þegar kremið er komið á


Víniterta

1 kg hveiti

500 gr smjörlíki

500 gr sykur

3 tsk lyftiduft

1 tsk hjartasalt

4 egg

Hrært deig


Kókósbolluterta

200 gr flórsykur

4 eggjahvítur

100 gr súkkulaði

100 gr döðlur

bakað við 100 gr í 2 klst

sett ofan á svampbotn á milli

1/2 ltr rjómi 2 kókósbollur

2 lindubuff

4-5 romnmflöskur


gráfíkjukaka

400 gr hveiti

250 gr smjörlíki

200 gr sykur

200 gr gráfíkjur

2 egg

1 tsk lyftiduft

1/2 tsk matarsódi


Kryddkaka

150 gr smjörlíki

200 gr púðursykur

2 egg

250 gr hveiti

1 tsk matarsódi

2 tsk kanill

1/2 tsk negull

1 1/4 dsl mjólk

75 gr rúsínur


Formkaka Guðjón

250 gr smjörlíki

250 gr sykur

375 gr hveiti

2 dsl mjólk

3 egg

3 tsk lyftiduft

sítrónudropar-vaniludropar


Kr kaka

100 gr hveiti

100 gr sykur

100 gr smjör

2 eggjarauður

1 egg

 

Krem

2 eggjahvítur

85 gr sykur

80 gr kókósmjöl

50 ghr súkkulaði

kremið sett ofaná og bakað með


Skúffuterta

1 egg   

1 1/2 bl sykur  

2 1/2 bl hveiti 

150 gr smjörlíki brætt 

3 tsk lyftiduft 

1 1/2 msk kakó  3

2 tsk vaniludropar

1 1/2 dsl mjólk

öllu hrært saman


Kristínarkaka

200 gr smjör

250 gr sykur

150 gr hveiti

2 egg

6 msk heitt vatn

3 tsk möndludropar

grænn litur

Bakað við 170


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband