Færsluflokkur: Brauð

Rúnstykki Ragga

1 ltr mjólk

200 gr smjör

3x50 gr ger

1 1/2 kg hveiti

3 msk sykur

1 msk salt

penslað sett birki yfir


Hrökkbrauð

Hita ofninn ca 180°C

  • 1 dl sólblómafræ
  • 1 dl hörfræ
  • 1 dl sesamfræ
  • 1 dl graskersfræ (must)
  • 1 dl gróft haframjöl
  • 3 dl fínt spelt
  • 1 tsk fínt himalayasalt ( má bæta smá rifnum osti útí )
  • þurrefnum blandað saman í stórri skál
  • 2 dl vatn 1 1/4 dl olía (bragðlitla)

Deiginu er skipt til helminga á tvær ofnplötur, sett á bökunarpappír og flatt út, ekki hafa það of þykkt. Ágætt að setja bökunarpappír yfir og fletja það út , það er auðveldara. Skorið með pizzuskera í bita áður en það fer inní ofninn. Bakað þar til fallegt á litinn.


Nanbrauð steikt á pönnu

2 dl volgt vatn

20 gr ger

1 msk sykur

1 dl hreinn jogurt

250 gr hveiti

250 gr heilhveiti

1 tsk salt

3 msk olía

1 tsk hvítlauksdduft

sesamgræ til að strá

kryddolía til sað pensla með

1 dl olía

1 tsk hvítlauksduft

1 tsk cummin

1/2 tsk cayennpipar

1 tsk oregano

Salt eftir smekk

Hnoðið deigið látið hefa í ca 40 mín

mótaðar litlar bollur fletjjið út í 2 sm þykkar kökur

steikið á þurri pönnu í ca 1 mín snúið við penslið brauðið með kryddolíunni

brauðinu snúið aftur hin hliðin pensluð og sesamfræi stráð yfir.

Einnig meiriháttar að grilla brauðið


Laufabrauð Sólveig

500 gr hveiti

30 gr smjörlíki

1 msk sykur

3 dl mjólk

salt

1 tsk lyftiduft


Steinaldarbrauð (Albert eldar)

Steinaldarbrauð

Steinaldarbraud

Steinaldarbrauð. Hef áður skrifað hér um FiberHusk sem er algjört undraefni – það er malað hýði fræja af indversku plöntunni plantago ovata forst. Margir fá of lítið af trefjum í fæðunni og þá er FiberHusk alveg kjörin viðbót – algjörlega lífrænt. Í upphaflegu uppskriftinn átti að vera möndlumjöl en því miður var það ekki til svo ég notaði rísmjöl. En brauðið bragðaðist afar vel og hér er uppskriftin lítillega breytt. Svo er nú gaman að segja frá því að brauðið er glútenlaust.

-Þegar ég bakaði brauðið í næsta skipti var ekki til kúrbítur svo ég reif niður hálft grænt epli og notaði í staðinn og sleppti ostinum. Enn betra brauð 

Steinaldarbrauð

2 dl möndlumjöl (eða rísmjöl)

2 dl hörfræ

2 dl sólblómafræ

1 dl sesamfræ

1 dl graskersfræ

1 dl FiberHusk

2 tsk salt

2 dl rifinn ostur

2 dl rifinn kúrbítur

5 egg

1 tsk (vínsteins)lyftiduft

1/2 tsk matarsódi

3/4 dl góð olía

ca 1/2 dl vatn (eða rúmlega það)

Blandið öllu saman í skál, setjið í brauðform klætt bökunarpappír eða smurt með olíu. Bakið við 160° í um klst.


Brauð

Brauð

  • 7 ½ dl hveilhveiti eða gróft spelt
  • 3 ½ dl múslí að eigin vali
  • 2 ½ dl sólkjarnafræ
  • 2 ½ dl blönduð fræ að eigin vali, t.d. graskersfræ,  sesamfræ, hörfræ
  • 2 ½ dl rúsínur, þurrkuð bláber eða þurrkuð trönuber, saxað
  • 1 msk lyftiduft
  • 1 tsk sjávarsalt
  • 2 dl vatn
  • 7 dl ab-mjólk
  1. Stillið ofninn á 200°.
  2. Blandið öllum þurrefnunum í skál.
  3. Setjið vatn og ab-mjólk saman við. Hrærið varlega.
  4. Látið deigið í smurt formkökuform eða klæðið formið með smjörpappír og bakið í u.þ.b. klukkutíma.

Brauðbollur með kotasælu og gulrótum Eldhússögur

 

57 Kommenta

Þessar brauðbollur eru einfaldar, bragðgóðar og mjúkar – bestar eru þær nýbakaðar. Uppskriftin er fengin af Eldhússögum.

Sjá einnig: Dásamlega einfalt og gott döðlubrauð

img_8642

Brauðbollur með kotasælu og gulrótum

  • 50 g ferskt pressuger eða 1 bréf þurrger
  • 5 dl volgt vatn
  • 4 dl fínrifnar gulrætur
  • 250 g kotasæla
  • 2 tsk salt
  • 1 msk olía
  • 4 dl heilhveiti
  • 12 dl hveiti
  • 1 egg til penslunar
  • graskersfræ eða sesamfræ
Pressugerið er mulið út í vatnið í skál. Restinni af hráefnunum bætt út í, hveitinu síðast. Deigið hnoðað í vél eða höndunum þar til það er orðið slétt. Því næst er það látið hefast undir blautum klút í 30 mínútur. Ofninn stilltur á 225 gráður. Deigið hnoðað í stutta stund á hveitistráðu borði. Því er svo skipt í tvennt og rúllað í tvær lengjur. Lengjurnar eru skornar í tíu jafna bita hvor. Bitarnir eru mótaðir í bollur sem er raðað á ofnplötu með bökunarpappír undir. Brauðbollurnar penslaðar með eggi og graskersfræjum eða sesamfræjum dreift yfir. Bollurnar látnar hefast í 20 mínútur. Bakað í miðjum ofni við 225 gráður í um það bil 20 mínútur og brauðbollurnar látnar kólna á grind.

Skoskar skonsur

5 dl hveiti

5 msk sykur

3 msk kalt smjör

3 msk rúsínur

5 tsk lyftiduft

1 eggjarauða

1 dl mjólk

1/2 dl rjómi

1 egg til að pensla með

 

Hnmoðað saman flatt út ca 2 cm þykkt

skorið út í hringlóttar kökur

penslað og bakað

Borðað volgt með smjöri eða rjómaosti


Skonsur

250 gr hveiti

1/2 tsk salt

3-4 egg

2 msk sykur

4 1/2 tsk lyftiduft

mjólk

steikt á pönnu


Flatbrauð

200 gr hveiti

200 gr heilhveiti

200 gr rúgmjöl

1 tsk salt

4 tsk lyftiduft

5 dls mjólk hituð

ca 12 kökur


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband