Færsluflokkur: Pasta

Túnfiskpasta

500 grein tagatielli

Olía

2 laukar

5-6 hvítlauksgeirar

1 askja sveppir

1 ds túnfiskur í vatni

1 bréf bacon

1 ds hakkaðir tómatar

1 ds tómatpúrra

1 krukka pestó með sólþurrkuðum tómötum

2 bæ vatn

Parmesan


Lasagna rúllur með spínati

  • 1 poki nýtt spínat
  • 3 bollar kotasæla
  • 3 hvítlauksrif, marin
  • 1/2 lítill, hvítur laukur, saxaður
  • 1 egg
  • Pipar
  • Nýtt  basilíkum, saxað
  • Cayenne pipar, (ef vill)
  • Nýtt múskat, malað
  • 2 bollar rifinn ostur
  • 1/2 bolli parmesían ostur
  • 1 pakki  lasagna blöð
  • 1 flaska pasta (pizza) sósa

Aðferð

  1. Sjóðið lasagna blöðin og geymið.
  2. Smyrjið eldfast mót (t.d.23x33cm) og hellið helmingnum af pasta sósunni á botninn.
  3. Sjóðið spínatið og látið hvítlaukinn mýkjast við hægan hita á pönnu (og eina msk af olíu), bætið spínatinu út í. Dreifið pipar yfir. Látið aukavökva renna af, t.d. á eldhúsþurrku.
  4. Blandið saman í skál spínat- og hvítlauksblöndukotasælu, eggi, pipar og basilíkum.
  5. Ef nota á cayenne pipar fer hann út í núna og múskatið.
  6. Hrærið 1 bolla af rifnum osti ásamt parmesían ostinum saman við
  7. Nú eru u.þ.b. 2msk. af spínatblöndunni settar á hvert blað, því rúllað upp og það sett í eldfasta mótið (samskeytin snúa niður!)
  8. Hellið afganginum af pasta sósunni ofan á rúllurnar, stráið afganginum af ostinum yfir og bakið við 180Ëš C í 45 mín.

Eggjanúðlum m/kjúkling Eldhússögur

Uppskrift:

  • 600 gr kjúklingabringur eða kjúklingalundir
  • 2-3 gulrætur
  • góður biti af hvítkálshaus
  • 250 gr sveppir
  • lítill brokkolí haus
  • ferskt engifer, fingurstór biti
  • 4 hvítlauksrif
  • 1 pakki soðnar eggjanúðlur (250 gr)
  • 3-4 msk ólifuolía
  • 2 tsk sesamolía
  • 2 msk oystersouce
  • 5-6 msk góð sojasósa
  • 1 msk hoisin-sósa
  • 1 tsk sykur

IMG_0334

Afhýðið engifer og hvítlauk og saxið fínt. Skerið kjúklinginn í þunnar sneiðar (gott að skera hann hálffrosin). Skerið hvítkálið og gulrætur í strimla, sneiðið sveppina og skerið brokkolí í passlega bita. Hrærið saman sesamolíuna, ostron sósuna og hoisin sósuna, sojasósuna og sykur. Sjóðið núðlurnar eins og gefið er upp í leiðbeiningum.
Hitið ólífuolíuna á pönnu (wok pönnu ef þið eigið hana til) og steikið engifer og hvítlauk í örstutta stund á háum hita, bætið svo kjúklingnum út í og steikið þar til hann hefur fengið lit. Þá er hvítkáli, gulrótum og sveppum bætt út í.  Ef pannan er of lítil þá er hægt að færa allt yfir í stóran pott. Bætið nú við sósunni ásamt soðnu núðlunum og steikið saman í nokkrar mínútur þar til rétturinn er gegnumheitur.
 
IMG_0331

tailenskar núðlur m/kjúkling

Bragðmiklar tælenskar núðlur með kjúklingi

  • 1 pakki Thai choice rice noodles
  • 7 hvítlauksrif
  • 2 stórar kjúklingabringur
  • 4 msk kartöflumjöl
  • 1 rauð paprika
  • 1 rauður laukur
  • 1 púrrulaukur
  • 1 spergilkálhaus
  • 1 dl Thai choice ostrusósa
  • 1 tsk fiskisósa
  • 5 msk Thai choice sweet chillisósa
  • 2 dl vatn
  • 1 tsk sykur
  • 50 g grófhakkaðar kasjúhnetur

Skerið kjúklingabringurnar í strimla og blandið þeim saman við kartöflumjölið. Skerið laukinn í þunna báta, paprikuna og púrrulaukinn í strimla og spergilkálið í bita. Afhýðið og hakkið hvítlauksrifin.

Hitið rapsolíu á pönnu og steikið kjúklinginn þar til hann er næstum fulleldaður. Bætið hökkuðum hvítlauk, rauðlauk og spergilkáli á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur til viðbótar. Bætið ostrusósu, sweet chillisósu, fiskisósu, sykri og vatni á pönnuna og látið sjóða við vægan hita í nokkrar mínútur. Bætið papriku og púrrulauk á pönnuna, sjóðið í 3 mínútur til viðbótar og takið svo pönnuna af hitanum.

Setjið vatn í pott og látið suðuna koma upp. Setjið núðlurnar í pottinn og sjóðið þær í 3 mínútur. Hellið þeim í sigti og skolið þær með köldu vatni. Látið renna vel af núðlunum og bætið þeim síðan á pönnuna. Blandið öllu vel saman og berið fram með grófhökkuðum kasjúhnetum.


Strumpapastasallat

1/6 blaðlaukur

3-5 hvítlauksrif

1 gulrót

1/3 sellery

1 1/2 dsl olía

2 msk balsamedik

2 msk sólþurkaðir tómatar í mauki

1 msk grænt pestó

1 tsk salt

1 búnt af steinselju og basil

pipar

hráefni maukað vel saman gott að gera deginum áður

75 gr pepperoni

ristaðar furuhnetur

500 gr pasta skrúfur

parmesanostur

Öllu blandað saman rétt áður en borðar er heitt eða kalt


Pasta Birna

2 dl olía

2 msk rauðvínsedik

3 marin hvítlauksrif

1 tsk Dijon sinnep

Salt, pipar,steinselja

Hrært saman

200 gr pasta soðið og þessu helt yfir látið kólna smá stund

Iceberg,tómatar,paprika,skinka, brie gráðostur skorið niður

og bætt við ,salthnetum stráð  yfir

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband