Saltfiskur með rjómasoðnu spínati

Saltfiskur með rjómasoðnu spínati


1.4 kg. saltfiskur 
1 dl. ólífuolía
600 g. ferskt spínat
4 skalottulaukar
1 græn paprika
10 g. mynta
1 dl. hvítvín
2 dl. fisksoð
2 dl. rjómi

Veltið fiskinum upp úr hveiti og steikið hann í vel heitri olíunni.
Forsjóðið spínatið og skerið fínt.
Paprikan og skalottulaukurinn er saxað fínt og léttsteikt í olíunni.
Spínatinu er bætt út í og hitað í stuttan tíma.
Hellið hvítvíninu og rjómanum í pönnuna og sjóðið í stutta stund, setjið í matvinnsluvél og maukið. 

Jafnið(maizena mjöl) ef með þarf og setjið yfir fiskinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband