Saltfiskur með bygotto, maukuðum tómötum og klettasalatsolíu

Saltfiskur með bygotto, maukuðum tómötum og klettasalatsolíu

Hráefni
Saltfiskurinn
800 gr saltfiskur í góðum bitum (ca 3 fallegir bitar á mann)
Hveiti til steikingar
2 msk ólífuolía
Smjörklípa
2 msk hvítvín

Sósan
4-6 íslenskir tómatar
Basil
Handfylli steinselja
2 geirar hvítlaukur
*Gulrót
*Sellerí
*Laukur
*ca 1 stykki af hverju en má vera meira eða minna eftir hvað hver vill

Byggotto
4 dl bankabygg
Kjúklingasoð
1 stykki laukur
Klettasalatsolía
Klettasalat
1 geiri hvítlaukur
Salt og pipar
Olía

Aðferð
Saltfisknum er velt upp úr hveiti og steiktur á pönnu í olíu og smjöri, kryddaður til og hvítvíninu hellt yfir í lokin.
Kross skorinn í tómatana og þeim dýft í sjóðandi vatn í eina mínútu, hýðið tekið af þeim og þeir kjarnhreinsaðir. Þeir eru svo soðnir með smátt skorna grænmetinu og hvítlauknum, steinselju og basil bætt út í í lokin. Þetta er svo smakkað til með salti og pipar og sett í matvinnsluvél og maukað, má ekki mauka of mikið. Nota má tómata úr dós til að einfalda réttinn.

Kjúklingasoð er útbúið úr vatni og kjúklingakrafti. Laukurinn er skorinn smátt og hitaður í potti með örlitlu af olíu, svo er byggið sett út í og soðið sett út í smátt og smátt þar til byggið er soðið.

Klettasalatið og hvítlaukur sett í matvinnsluvél og maukað, á meðan er olíu hellt út í þar til hæfilegri þykkt er náð á dressinguna. Kryddað til með salti og pipar.

Tómaturinn er settur fyrst á diskinn, síðan er byggið sett á og 3 fallegum saltfiskbitum raðað fallega í kring.

Klettasalatsolíunni er hellt yfir. Gaman að skreyta diskinn með fersku klettasalati og sítrónu á toppinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband