Steinaldarbrauð (Albert eldar)

Steinaldarbrauð

Steinaldarbraud

Steinaldarbrauð. Hef áður skrifað hér um FiberHusk sem er algjört undraefni – það er malað hýði fræja af indversku plöntunni plantago ovata forst. Margir fá of lítið af trefjum í fæðunni og þá er FiberHusk alveg kjörin viðbót – algjörlega lífrænt. Í upphaflegu uppskriftinn átti að vera möndlumjöl en því miður var það ekki til svo ég notaði rísmjöl. En brauðið bragðaðist afar vel og hér er uppskriftin lítillega breytt. Svo er nú gaman að segja frá því að brauðið er glútenlaust.

-Þegar ég bakaði brauðið í næsta skipti var ekki til kúrbítur svo ég reif niður hálft grænt epli og notaði í staðinn og sleppti ostinum. Enn betra brauð 

Steinaldarbrauð

2 dl möndlumjöl (eða rísmjöl)

2 dl hörfræ

2 dl sólblómafræ

1 dl sesamfræ

1 dl graskersfræ

1 dl FiberHusk

2 tsk salt

2 dl rifinn ostur

2 dl rifinn kúrbítur

5 egg

1 tsk (vínsteins)lyftiduft

1/2 tsk matarsódi

3/4 dl góð olía

ca 1/2 dl vatn (eða rúmlega það)

Blandið öllu saman í skál, setjið í brauðform klætt bökunarpappír eða smurt með olíu. Bakið við 160° í um klst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband