Færsluflokkur: Brauð

Hrökkbrauð

byrjið á að hita ofnin í 185°c 

1 dl sólblómafræ 
1 dl hörfræ 
1 dl graskersfræ
1 dl tröllahafrar 
3 dl fínt spelt 
1 tsk gott sjávar salt 
smá rifin ostur ( má sleppa)

2 dl vatn 
1 dl góð olía

þurefnum og osti blandað í skál olían og vatni hellt saman við og hrært saman í höndum bara eins lítið og þarf. Skiptið deginu á 2 ofnplötur sem klæddar með bökunar pappír, fletið út frekar þunnt, það er nauðsynlegt að böknuarpappír ofan á líka á meðan þetta er flatt út, skerið með pizzaskera áður en bakað er. 
Bakið þar til þetta er fallegt á litin.  

hrökkbrauð gerlaust hveitilaust sykurlaust

 

IMG_4489

 

Glútenlaust – Sykurlaust – Gerlaust – Engar dýrarafurðir = VEGAN

Ath. Uppskriftin fyllir eina ofnplötu.

Innihald:

  • 125 gr hörfræ
  • 25 gr sesamfræ
  • 50 gr graskers- og/eða sólblómafræ
  • 1 tsk sjávarsalt
  • 1/2 tsk hvítlauksduft – ef vill – alveg hægt að sleppa.
  • 180 ml vatn

Aðferð:

  1. Allt sett í skál (fræjunum, saltinu, duftinu og vatninu) og hrært vel saman – látið standa á eldhúsborðinu í að minnsta kosti 30 mín.
  2. Ofninn hitaður í 180
  3. Bökunarpappír settur á ofnplötu.
  4. Fræblöndunni hellt ofan á pappírinn og hér er fínt að nota sleikju eða sleif og dreifa vel úr þannig að hvergi séu eyður á milli og lagið sé jafnt alls staðar á plötunni.
  5. Hér geturðu skorið með pizzaskerara eða hníf rákir í blönduna þannig að það verði auðveldara að brjóta kexið niður í hæfilega stærð þegar búið er að baka það.
  6. Bakað í ofni í um 25 mín.
  7. Tekið út og látið kólna í smástund áður en þið brjótið það niður.
  8. Tilbúið!

Þetta kex er æði með heimagerðum hummus eða með vel þroskuðu avokadó.
Geymist í lokuðu íláti á eldhúsborðinu í 2-3 daga ef það verður þá ekki búið þá ;)


Skinkuhorn

4 dl volgt vatn

50 gr olía

1 tsk salt

1 tsk sykur

50 gr þurger

5-600 gr hveiti

Hefast í 30 mín

1 askja paprikusmurostur

Skinka smátt brytjuð

Ferskur graslaukur

 

 

 

 


Túr­merik tortill­ur Solla

Túr­merik tortill­ur

2 ½ dl spelt, gróft og fínt til helm­inga
2 tsk túr­merik
1 tsk vín­steins­lyfti­duft (má sleppa)
2 msk jurtamjólk
2 msk heitt vatn
1 msk sítr­ónusafi
1 msk jóm­frú­ar ólífu­olía

Hrærið öllu sam­an og hnoðið létt. Deigið á ekki að vera of þurrt, en held­ur ekki að klístr­arst við fing­urna. Bætið við smá mjöli ef það er of blautt eða smá vökva ef of þurrt. Stráið spelti á brettið þegar þið fletjið brauðin út með köku­kefli, svo að deigið klístrist ekki við.
Hitið pönnu og þurr­steikið brauðin í u.þ.b. eina mín­útu á hvorri hlið. Tíma­lengd­in fer svo­lítið eft­ir hita­stig­inu á pönn­unni, en þegar þið sjáið loft­ból­ur mynd­ast í brauðinu er tími til kom­inn að sná því við. Hafið til­bú­inn disk með visku­stykki á svo að hægt sé að vefja brauðin inn í visku­stykkið, þegar þau koma af pönn­unni.


Ostabrauð

Ostabrauð

2,5 tsk þurrger
3 dl kalt vatn
Rifinn börkur af einni sítrónu
1 krukka ferskt timjan (eða eitt búnt?, krukka er kannski bara sænsk þýðing :) )
1 dl smátt söxuð steinselja
2 msk ólívuolía
1 tsk salt
6,5 dl hveiti

Fylling
200 gr rifinn cheddarostur (eða annar ostur)
Saltflögur

Ólívuolía/smjör

Blandið þurrgerinu, sítrónuberkinum, kryddunum, saltinu og hveitinu saman. Bætið olíunni og vatninu út í og hnoðið vel, 5 – 10 mínútur í vél. Látið hefa sig í ca. 1 klst.

Fletjið deigið út, í rétthyrning – eins og þegar þið búið til snúða, ca. 30×40 cm. Stráið ostinum yfir og rúllið lengjunni upp. Skerið í 10 – 12 bita.

Smyrjið lausbotna form og raðið bitunum ofan í. Látið hefast í 30 mínútur. Stillið ofninn á 220 gr. Stráið flögusalti yfir brauðið og bakið svo í u.þ.b. 30 mín eða þar til fallega gullinbrúnt. Penslið með smjöri eða ólívuolíu áður en brauðið er borið fram.


Fræhrökkbrauð frá Gulur rauður grænn og salt

Fræhrökkbrauð
½ dl sólblómafræ
½ dl sesamfræ
3/4 dl hörfræ
½ dl graskersfræ
½ tsk salt
1 dl maizenamjöl
½ dl matarolía
1 ½ dl sjóðandi vatn

  1. Blandið saman sólblómafræjum, sesamfræjum, hörfræjum, graskersfræjum, salti og maizenamjöli í skál. Hellið rapsolíu og sjóðandi vatni yfir og hrærið saman. Látið blönduna bíða í örfáar mínútur og hellið svo grautnum á bökunarpappírsklædda ofnskúffu.
  2. Breiðið þunnt út og stráið maldonsalti (eða öðru grófu salti) yfir.
  3. Bakið við 150° í 1 klst. Slökkvið á ofninum og látið fræhrökkbrauðið standa áfram í ofninum í 15 mínútur. Takið út úr ofninum og látið kólna. Brjótið eða skerið meðan það er enn heitt í passlega stóra bita.

Rúgbrauð

750 gr rúgmjöl 950

460 gr heilhveiti 570

1,5 ltr súrmjólk 1,875

4,5 tsk matarsódi 5,7

2-3 tsk salt 4

1 lítil ds síróp                            

öllu hrært saman bakað í mjólkurfernum

1oo°í 7 klst


Rúgbrauð mamma

14 bl rúgmjöl

6 bl heilhveiti

3 1/2 bl sykur

2 bréf þurrger eða 10 tsk

2 ltr undanrenna

 

 


Hrökkbrauð

30 gr hveitikím

1/4 tsk matarsódi

krydd t.d kanill,negull,pizzakrydd

sesamfræ

hrært í þykkan hafragraut

sett á bökunarpappír bakað þar tiæl er brúnt

skorið í bita


Hunangsbrauð með Foi gra

200 gr smjör

200 gr hunang

200 gr sykur

250 ml mjólk

soðið saman

400 gr hveiti

4 tsk quatre bpves

2 tsk engiferduft

2 tsk natron

100 gr púðursykur

5 egg

síðast bætt útí eggjum einu og einu

bakað í formi 150°í 2 klst


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband