Kjúklingapizza með BBQ sósu

Kjúklingapizza með BBQ sósu 

Fyrir  4

Efni:

Botninn

  • 1 tsk pressuger (þurrger)
  • 1-1/2 bolli volgt vatn
  • 4 bollar hveiti
  • 1 tsk.  salt
  • 1/3 bolli ólívu olía

Álegg á pizzuna

  • 2 kjúklingabringur
  • 1/2 bolli bbq sósa
  • Ólívuolía
  • Salt
  • 450 gr nýr mozzarella ostur, skorinn í sneiðar
  • 1/2 rauðlaukur, skorinn i sneiðar
  • 4-6 beikonræmur, vel steiktar og muldar
  • Kóríander, saxað

Aðferð:

Botninn

  1. Setjið volga vatnið í könnu og gerið út í. Látið standa í 10 mín.
  2. Bætið hveiti og salti út í. Hrærið saman og bætið olíu hægt út í. Hnoðið deigið þar til það er komið vel saman. Þá er það sett aftur í skálina, smá olía borin á deigkúluna, filma sett yfir skálina og deigið látið hefast í 1-2 klst. við herbergishita.
  3. Þegar kominn er tími til að baka pizzuna er ofninn hitaður í 200ËšC.
  4. Nú er deigið flatt út og sett á bökunarplötu (gott að hafa bökunarpappír undir). Stráið smávegis af salti á botninn.
  5. Bakið botninn þar til hann er ljósbrúnn.

 

Áleggið fyrir pizzuna

  1. Hafið ofninn áfram í 200ËšC.
  2. Stráið salti á bringurnar og setjið í eldfast mót, hellið bbq sósunni á kjötið og bakið í 20-25 mín. (munið að kjúkling á alltaf að gegnsteikja)  Takið úr ofninum og skerið í bita.
  3. Stráið lauknum á botninn, látið kjúklingabitana og beikonið ofan á og að lokum ostinn. Bætið svolitlu af barbekjú sósu ofan á.
  4. Bakið þetta nú saman í 15 mín.
  5. Takið úr ofninum og dreifið kóríander yfir pizzuna- og verði ykkur að góðu!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband