Eggjanúðlum m/kjúkling Eldhússögur

Uppskrift:

  • 600 gr kjúklingabringur eða kjúklingalundir
  • 2-3 gulrætur
  • góður biti af hvítkálshaus
  • 250 gr sveppir
  • lítill brokkolí haus
  • ferskt engifer, fingurstór biti
  • 4 hvítlauksrif
  • 1 pakki soðnar eggjanúðlur (250 gr)
  • 3-4 msk ólifuolía
  • 2 tsk sesamolía
  • 2 msk oystersouce
  • 5-6 msk góð sojasósa
  • 1 msk hoisin-sósa
  • 1 tsk sykur

IMG_0334

Afhýðið engifer og hvítlauk og saxið fínt. Skerið kjúklinginn í þunnar sneiðar (gott að skera hann hálffrosin). Skerið hvítkálið og gulrætur í strimla, sneiðið sveppina og skerið brokkolí í passlega bita. Hrærið saman sesamolíuna, ostron sósuna og hoisin sósuna, sojasósuna og sykur. Sjóðið núðlurnar eins og gefið er upp í leiðbeiningum.
Hitið ólífuolíuna á pönnu (wok pönnu ef þið eigið hana til) og steikið engifer og hvítlauk í örstutta stund á háum hita, bætið svo kjúklingnum út í og steikið þar til hann hefur fengið lit. Þá er hvítkáli, gulrótum og sveppum bætt út í.  Ef pannan er of lítil þá er hægt að færa allt yfir í stóran pott. Bætið nú við sósunni ásamt soðnu núðlunum og steikið saman í nokkrar mínútur þar til rétturinn er gegnumheitur.
 
IMG_0331

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband