Cous cous salat með kjúklingabaunum

Cous cous salat með kjúklingabaunum
1 bolli cous cous *
3/4 bolli vatn
1-2 msk safi úr ferskri sítrónu
salt og pipar
1 krukka kjúklingabaunir, t.d. frá Himneskri hollustu
1 rauð paprika, skorin í teninga
1 agúrka, skorin í teninga
1 tómatur, skorinn í teninga
1/2 – 1 rauðlaukur, saxaður
1 lúka steinselja, söxuð
1/2 krukka fetaostur (smá sleppa)

 

  1. Eldið cous cous skv pakkningu.
  2. Þegar þau er tilbúin setjið sítrónusafa saman við og kryddið með salti og pipar.
  3. Bætið öllum hinum hráefnunum saman við og salti og pipar eftir þörfum.
  4. Berið fram eitt og sér eða sem meðlæti með öðrum réttum.

 


Heimsins besti hummus Kvennablaðið

heimsins besti hummus
 
 
Innihaldsefni
  • 1 dós kjúklingabaunir, skolaðar og sigtaðar
  • 3 msk hnetusmjör
  • 1-2 msk Sriracha sósa (hún er mjög sterk svo farið varlega og smakkið til)
  • 1 msk maukaður engifer, ferskur
  • 2 litlir hvítlauksgeirar
  • 1/2-1 msk hunang eða maple-síróp/agave fyrir vegan (má sleppa)
  • 1 msk ólífuolía
  • 3-4 msk af klakavatni
  • 1/2 bolli salthnetur, gróft saxaðar
  • 2 vorlaukar saxaðir smátt
  • 1 búnt kóríander, saxað
  • Safi úr 1/2 lime, má sleppa
  • Salt og pipar eftir smekk
Leiðbeiningar
  • 1
    Setjið kjúklingabaunir, hnetusmjör, Sriracha sósuna, engifer, hvítlaukinn, hunangið (eða maple-sýrópið/agave), salt og pipar í matvinnsluvél og blandið vel saman.
  • 2
    Með vélina í gangi hellið ólífuolíunni ásamt klakavatninu í, þetta hjálpar blöndunni að verða dásamlega mjúk og góð.
  • 3
    Setjið blönduna í skál og kreistið lime safa yfir og blandið svo saman við hana hnetunum, kóríanderinu og vorlauknum með sleif.

Hindberjasulta Nanna

200 gr hindber

safi úr 1 appelsínu

1 tsk kartöflumér smá vatn

soðið saman og þykkt með kartöflumélinu


Saltfiskur með bygotto, maukuðum tómötum og klettasalatsolíu

Saltfiskur með bygotto, maukuðum tómötum og klettasalatsolíu

Hráefni
Saltfiskurinn
800 gr saltfiskur í góðum bitum (ca 3 fallegir bitar á mann)
Hveiti til steikingar
2 msk ólífuolía
Smjörklípa
2 msk hvítvín

Sósan
4-6 íslenskir tómatar
Basil
Handfylli steinselja
2 geirar hvítlaukur
*Gulrót
*Sellerí
*Laukur
*ca 1 stykki af hverju en má vera meira eða minna eftir hvað hver vill

Byggotto
4 dl bankabygg
Kjúklingasoð
1 stykki laukur
Klettasalatsolía
Klettasalat
1 geiri hvítlaukur
Salt og pipar
Olía

Aðferð
Saltfisknum er velt upp úr hveiti og steiktur á pönnu í olíu og smjöri, kryddaður til og hvítvíninu hellt yfir í lokin.
Kross skorinn í tómatana og þeim dýft í sjóðandi vatn í eina mínútu, hýðið tekið af þeim og þeir kjarnhreinsaðir. Þeir eru svo soðnir með smátt skorna grænmetinu og hvítlauknum, steinselju og basil bætt út í í lokin. Þetta er svo smakkað til með salti og pipar og sett í matvinnsluvél og maukað, má ekki mauka of mikið. Nota má tómata úr dós til að einfalda réttinn.

Kjúklingasoð er útbúið úr vatni og kjúklingakrafti. Laukurinn er skorinn smátt og hitaður í potti með örlitlu af olíu, svo er byggið sett út í og soðið sett út í smátt og smátt þar til byggið er soðið.

Klettasalatið og hvítlaukur sett í matvinnsluvél og maukað, á meðan er olíu hellt út í þar til hæfilegri þykkt er náð á dressinguna. Kryddað til með salti og pipar.

Tómaturinn er settur fyrst á diskinn, síðan er byggið sett á og 3 fallegum saltfiskbitum raðað fallega í kring.

Klettasalatsolíunni er hellt yfir. Gaman að skreyta diskinn með fersku klettasalati og sítrónu á toppinn.

 


Baccalà alla maremmana - magnaður saltfiskréttur

 


Brauðbollur með kotasælu og gulrótum Eldhússögur

 

57 Kommenta

Þessar brauðbollur eru einfaldar, bragðgóðar og mjúkar – bestar eru þær nýbakaðar. Uppskriftin er fengin af Eldhússögum.

Sjá einnig: Dásamlega einfalt og gott döðlubrauð

img_8642

Brauðbollur með kotasælu og gulrótum

  • 50 g ferskt pressuger eða 1 bréf þurrger
  • 5 dl volgt vatn
  • 4 dl fínrifnar gulrætur
  • 250 g kotasæla
  • 2 tsk salt
  • 1 msk olía
  • 4 dl heilhveiti
  • 12 dl hveiti
  • 1 egg til penslunar
  • graskersfræ eða sesamfræ
Pressugerið er mulið út í vatnið í skál. Restinni af hráefnunum bætt út í, hveitinu síðast. Deigið hnoðað í vél eða höndunum þar til það er orðið slétt. Því næst er það látið hefast undir blautum klút í 30 mínútur. Ofninn stilltur á 225 gráður. Deigið hnoðað í stutta stund á hveitistráðu borði. Því er svo skipt í tvennt og rúllað í tvær lengjur. Lengjurnar eru skornar í tíu jafna bita hvor. Bitarnir eru mótaðir í bollur sem er raðað á ofnplötu með bökunarpappír undir. Brauðbollurnar penslaðar með eggi og graskersfræjum eða sesamfræjum dreift yfir. Bollurnar látnar hefast í 20 mínútur. Bakað í miðjum ofni við 225 gráður í um það bil 20 mínútur og brauðbollurnar látnar kólna á grind.

Döðlukonfekt Albert eldar

Döðlukonfekt

Döðlukonfekt

Döðlukonfekt. Í veislu á dögunum smökkuðum við dágott döðlukonfekt, Karl Már útvegaði okkur uppskrift og útbjuggum gotteríið. Það mætti minnka smjörið og bæta við kókosolíu.  Svo er vert að hafa í huga að döðlur eru sætar. Það má auðveldlega minnka sykurmagnið verulega bæði hér og víðar. Við skulum leggjast á eitt um að minnka sykur í mat og forðast sætan tilbúinn mat – verum meðvituð.

Döðlukonfekt

500 g smjör

50 g púðursykur

2/3 tsk salt

700 g döðlur

6 bollar Rice crispies

Bræðið smjör og púðursykur saman í potti á lægsta hita og hrærið í af og til.
Klippið döðlur með hreinum skærum á meðan í stóra skál. Hellið úr pottinum yfir þær og blandið vel. Þá er rísbrakinu hrært varlega saman við, en blandað vel. Setjið bökunarpappír í ofnskúffu og sléttið vel með spaða. Kælið.

400 g gott dökkt súkkulaði brætt og sett yfir og kælt.

Brytjið í litla bita.


Thai nautakjöt í mildri chilisósu Gulur rauður grænn og salt

IMG_8112

Thai nautakjöt í mildri chilisósu

350 g nautakjöt að eigin vali, t.d. mínútusteik eða nautagúllas skorið smátt
1-2 eggjahvítur (má sleppa en gerir nautakjötið enn meira stökkt)
hveiti
1 dl grænmetisolía til steikingar
1 rauð paprika, skorin í þunna strimla
1 rautt chilí, skorið í þunnar sneiðar
4 vorlaukar, skorið niður og hvíti og græni hlutinn aðskilinn
2 hvítlauksrif, pressuð

Chilísósa
2 msk hrísgrjónaedik, t.d. rice vinegar frá Blue dragon
2 msk soyasósa, t.d. frá DeSiam
4 msk sweet chilí sósa, t.d. frá DeSiam
4 msk tómatsósa

  1. Setjið eggjahvítur í skál og léttþeytið með gaffli. Dýfið kjötinu í eggjahvíturnar og veltið þeim því næst upp úr hveitinu. Hellið olíu á pönnu og leyfið henni að hitna mjög vel, setjið þá kjötið út á pönnuna og steikið þar til kjötið er orðið gyllt og stökkt. Takið kjötið úr olíunni og þerrið á eldhúsrúllu. Hellið olíunni af pönnunni, að undanskilinni 1 msk.
  2. Setjið paprikuna, helminginn af chilinu, hvíta endann af vorlauknum og hvítlauk á pönnuna. Steikið í 3 mínútur þar til grænmetið er farið að mýkjast en passið að hvítlaukurinn brenni ekki.
  3. Gerið sósuna með því að blanda öllum hráefnunum saman ásamt 2 msk af vatni og hellið yfir grænmetið. Leyfið að malla í 1-2 mínútur, bætið þá kjötbitunum út í og blandið vel saman.
  4. Berið fram með núðlum og stráið vorlauk og chilí yfir (má sleppa þessu skrefi ef þið viljið ekki hafa réttinn of sterkan).
 

 


Brokkólísalat Gulur rauður grænn og salt

 

25 Kommenta

Hér þarf ekki að hafa mörg orð – þetta salat er einfalt og alveg dásamlega ljúffengt. Uppskriftin er fengin af Gulur, rauður, grænn & salt.

Sjá einnig: Crunchy sataysalat með cous cous, avacado og nachos

2013-10-28-15.54.13-1-1024x682

Dásamlega ljúffengt brokkólísalat

2 búnt brokkólí, stilkarnir skornir frá
1 rauðlaukur
1 dl furuhnetur
1 dl Hellmann’s majones
1/2 dl sýrður rjómi
1 dl sykur
3 tsk. edik

  1. Saxið brokkólí og rauðlauk MJÖG smátt.
  2. Þeytið majones, sýrðan rjóma, sykur og edik vel saman eða þar til blandan er orðin dálítið froðukennd.Blandið öllu vel saman.
  3. Geymið aðeins í kæli áður en þetta er borðað. Verður bara betra eftir því sem á líður, jafnvel daginn eftir. Berið fram með brauði eða stökku kexi.

*Sumum þykir betra að hafa meira af sýrðum rjóma og þá má breyta hlutföllunum í 1 dl sýrður og 1/2 dl majones eða prufa sig áfram eftir eigin smekk.


kornflakeskökur

125 gr jurtafeiti

110 gr flórsykur

1 1/2 msk kakó

1 msk rjómi

kornflögur

öllu blandaðsaman sett mep skeið á plötu kælt


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband