Spicy sætkartöflufranskar Gulur rauður grænn og salt

Spicy sætkartöflufranskar
2 sætar kartöflur, skornar í franskar
2 msk kókosolía,fljótandi
3 msk chillímauk, t.d. minched hot chili frá Blue dragon
½ tsk salt
25 g möndlumjöl, t.d. Almond flour frá NOW

Avacado aioli
2 avacado
1 tsk hvítlauksrif, rifið
½ tsk salt
1 msk safi úr sítrónu

  1. Hellið kókosolíunni yfir sætkartöflufranskarnar.
  2. Bætið chillímaukinu saman við og blandið vel saman.
  3. Bætið síðan möndlumjölinu saman við ásamt saltinu og þekjið allar franskarnar.
  4. Setjið kartöflurnar á ofnplötu með smjörpappír og látið inn í 180°c heitan ofn í um 20 mínútur. Hrærið einstaka sinnum í þeim svo þær brenni ekki við.
  5. Gerið avacadómaukið með því að setja öll hráefnin í matvinnsluvél og mauka vel (ef þið eigið ekki blandara notið gaffal).
  6. Berið fram með t.d. kjúklingi, fiski eða góðri steik og njóóóóótið!

Vanilluskyrkakan sívinsæla Gulur rauður grænn og salt

Vanilluskyrkakan sívinsæla
150 g LU kanilkex
120 g smjör, brætt
500 gr KEA vaniluskyr
1 peli rjómi
1 krukka sulta, t.d. drottningasulta

  1. Myljið kexið niður og blandið saman við brætt smjörið. Setjið í form.
  2. Þeytið rjómann og blandið síðan skyrinu saman við rjómann með sleif.
  3. Setjið rjómablönduna ofan á botninn. Frystið í um 30 mínútur.
  4. Takið úr frysti og setjið sultu ofan á, magn eftir smekk.

Appelsínu og túrmerik drykkur

Appelsínu og túrmerik drykkur sem bætir heilsu og útlit:

  • 1 appelsína
  • 1 mangó
  • hálfur lítill bútur af fersku túrmerik (um það bil 1,5 cm)
  • Vatn að MAX línunni

Aðferð:

  1. Afhýðið appelsínuna og mangóið.
  2. Rífið túrmerikið með rifjárni
  3. Setjið allt í lítið Nutribullet glas, fyllið að MAX línunni með vatni og blandið.

Spínatbaka með smjördeigsbotni

 

Parmesanbaka með spínati og kirsuberjatómötumÞessi dásamlega baka með smjördeigsbotni er ótrúlega einföld og svo ótrúlega góð. Hún er frábær sem léttur kvöldverður með einföldu salati og sómir sér vel á hlaðborði, í saumaklúbbinn og í „brunchinn“.

Bakan er með parmesan-, spínat- og blauðlauksfyllingu og toppuð með kirsuberjatómötum. Fullkomin á haustkvöldi.

Það var hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem töfraði þetta fram.

Parmesanbaka með spínati og kirsuberjatómötum

Það sem þarf

  • 3 plötur smjördeig (um 250 g)
  • 1 púrrulaukur
  • 150 g spínat
  • 100-150 g ferskrifinn parmesan
  • 3 egg
  • 1 dl rjómi
  • 1 dós  (400 g) kirsuberjatómatar í dós
  • salt
  • pipar

Aðferð

Fletjið smjördeigið út og þekjið bökumót sem er um 24 sm í þvermáli með því. Stingið um botninn með gaffli og látið síðan í frysti í 30 mínútur.

Hitið ofninn í 225°.

Forbakið bökuskelina í 15 mínútur í miðjum ofni. Takið skelina að því loknu úr ofninum og lækkið hitann niður í 200°. Ef smjördeigið hefur blásið upp við baksturinn þá er botninum á því þrýst aftur niður.

Skolið púrrulaukinn og skerið hann í strimla.

Hitið olíu á pönnu og steikið púrrulaukinn þar til hann er orðinn mjúkur. Bætið þá spínatinu á pönnuna og steikið áfram þar til spínatið er orðið mjúkt.

Setjið púrrulauk, spínat og rifinn parmesanost í bökuskelina.

Hrærið egg og rjóma saman og kryddið með salti og pipar. Hellið hrærunni yfir fyllinguna og toppið með hálfum kirsuberjatómötum.

Bakið í miðjum ofni í um 30 mínútur.

Njótið!


Musli Alda

300 gr tröllahafrar

200 gr fræ og hnetur t,d sólblóma,heslihnetur,hörfræ graskersfræ

250-300 gr ávextir td rúsínur aprikósur,döðlur.trönuber

30 gr kókosmjöl eða flögur

2 msk agave sýróp má sleppa

3-5 msk vatn úðað yfir þegar þetta er komið á plötuna

2 msk kókósolía

allt hrært saman og sett á smjörpappír á plötu nema

ávextirnir og kókósmjölið

bakað í ca 10 mínútur ávextunum bætt við og bakað aftur í 10 mín

lækkað á ofninum og látið standa

látið kólna og sett í þéttar umbúðir.


Steinaldarbrauð (Albert eldar)

Steinaldarbrauð

Steinaldarbraud

Steinaldarbrauð. Hef áður skrifað hér um FiberHusk sem er algjört undraefni – það er malað hýði fræja af indversku plöntunni plantago ovata forst. Margir fá of lítið af trefjum í fæðunni og þá er FiberHusk alveg kjörin viðbót – algjörlega lífrænt. Í upphaflegu uppskriftinn átti að vera möndlumjöl en því miður var það ekki til svo ég notaði rísmjöl. En brauðið bragðaðist afar vel og hér er uppskriftin lítillega breytt. Svo er nú gaman að segja frá því að brauðið er glútenlaust.

-Þegar ég bakaði brauðið í næsta skipti var ekki til kúrbítur svo ég reif niður hálft grænt epli og notaði í staðinn og sleppti ostinum. Enn betra brauð 

Steinaldarbrauð

2 dl möndlumjöl (eða rísmjöl)

2 dl hörfræ

2 dl sólblómafræ

1 dl sesamfræ

1 dl graskersfræ

1 dl FiberHusk

2 tsk salt

2 dl rifinn ostur

2 dl rifinn kúrbítur

5 egg

1 tsk (vínsteins)lyftiduft

1/2 tsk matarsódi

3/4 dl góð olía

ca 1/2 dl vatn (eða rúmlega það)

Blandið öllu saman í skál, setjið í brauðform klætt bökunarpappír eða smurt með olíu. Bakið við 160° í um klst.


Úllala kryddlögur og sósa

2 msk ostrusósa

2 msk tómatsósa

2 msk sætt sinnep

1 msk edik

1 msk hunang

1 tsk chili smátt saxað

1 msk engifer smátt saxað

2_3 hvítlauksgeirar

1 tsk kóríanderfræ

1 tsk rósapipar

1 tsk paprikuduft

1 tsk karrý

1_2 msk cherry

1 1/2 dl olía

Maukið allt saman


Sjónvarpskaka

Sjónvarpskaka

50 gr smjörlíki
250 gr hveiti
3 tsk lyftiduft
1 tsk vanilluduft (eða vanilludropar)
3 egg
250 gr sykur
2 dl vatn

Kókoskrem:

125 gr smjörlíki
½ dl vatn
100 gr kókosmjöl
250 gr púðursykur

Aðferð:

Þeytið sykur og egg saman í skál yfir heitu vatni. Bræðið smjör og blandið því saman við og sigtið hveiti, lyftidufti og vanilludufti í. Hellið þurrefnum og vatni í skálina til skiptis. Hellið deiginu í smurt form og bakið við 200° í 20 mínútur. Notið ekki blástursofn.

Hellið hráefnunum fyrir kókoskremið í pott og bræðið saman, smyrjið því svo á botninn og látið standa í 5 mínútur. Sumir setja jafnvel kökuna í ofninn í nokkrar mínútur þegar kremið er komið á


Brauð

Brauð

  • 7 ½ dl hveilhveiti eða gróft spelt
  • 3 ½ dl múslí að eigin vali
  • 2 ½ dl sólkjarnafræ
  • 2 ½ dl blönduð fræ að eigin vali, t.d. graskersfræ,  sesamfræ, hörfræ
  • 2 ½ dl rúsínur, þurrkuð bláber eða þurrkuð trönuber, saxað
  • 1 msk lyftiduft
  • 1 tsk sjávarsalt
  • 2 dl vatn
  • 7 dl ab-mjólk
  1. Stillið ofninn á 200°.
  2. Blandið öllum þurrefnunum í skál.
  3. Setjið vatn og ab-mjólk saman við. Hrærið varlega.
  4. Látið deigið í smurt formkökuform eða klæðið formið með smjörpappír og bakið í u.þ.b. klukkutíma.

Tómarpestó

Tómatpestó

  • 5 dl sólþurrkaðir tómatar
  • 1 tómatur, skorinn gróft
  • ¼ bútur af litlum rauðlauk, skorinn gróft
  • 2 msk sítrónusafi
  • 1 msk agave-síróp
  • 2 tsk sjávarsalt
  • nokkrar rauðar chilipiparflögur eða chilimauk á hnífsoddi
  • ½ grænt epli
  1. Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél og maukið.
  2. Smakkið til með salti, sítrónu og chili eins og þurfa þykir. Hér er líka gott að setja smá bita af grænu epli saman við. Maukið. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband