Hvannar og anisgrafinn lax

1 laxaflak

2 msk þurkuð hvannarfræ steytt

2 msk anisfræ steytt

2 msk dillfræ steytt

2 msk fennelfræ steytt

2 msk salt

1 msk sykur

Setjið yfir laxinn

Geymið í kæli í 48 klst

 

Sinnepssósa 

1/2 dl Dijon sinnep 

1/2 dl sætt sinnep

1/2 dl púðursykur eða hunang

1/2 tsk anisfræ steytt

1/2 tsk hvannarfræ steytt

1/2 tsk fennelfræ steytt

1/2 tsk dillfræ steytt

Öllu hrært saman

 

 


Asas með parmaskinku og filodeigi

1 búnt grænn aspas

2 pk parnaskinka

1 pk frosið mangó ilòdeig

Parmiganoostug

Vefjið svo skinkunni utan um aspasinn

Filldeigið utanum tvöfallt fíloblað

Penslið með olíu og bakið


Eplachutney

2_3 súrsæt epli

1 dl saxaður rauðlaukur

2 dl rúsínur

3 msk hvítvínsedik 

4 msk sykur

4 msk púðursykur

1/2 tsk kanill

1/4 tsk kardimommur

1/4 tsk salt

1/4 tsk engiferduft

Smá múskat

Soðið saman

Gott með osti

 

 

 

 

 


Fennel skalottlaukur sulta

500 gr ferskt fennel

500 gr skalottlaukur 

3 msk olía

3 hvítlauksgeirar 

1 tsk kanill

1 tsk cummin

1 tsk fennelfræ

1 dsl hvítvín 

2 1/2 dl sérry

2 dl púðursykur 

Fennel skorið í strimla og soðið í 5_8 mín

Laukurinn skorinn í sneiðar steiktur í olíunni

Fennel sett útí og síðan krydd látið malla

Sett í krukkur


Rauðrófur jóla

1 kg ferskar rauðrófur 

Bakaðar í ofni

Lögur

1/2 ltr epla eða hvítvíns edik

400 gr sykur

1 tsk salt

 

Í krukkuna

3_4 stjörnuanís

2 kanilstangir

5 cm ferskur engifer skorinn í sneiðar 

2 blóð lárviðarlauf

Rauðrófurnar skornar í munnbitastærð

Lögurinn soðin saman

Allt sett í krukur

 


Laxamús

500 gr soðinn lax 

200 gr sýrður rjómi 

1/4 tsk svartur pipar 

1 tsk basil

1 pk toro fiskihlaup

3 dsl heitt soð

 

 

Sósa

1 ds sýrður rjómi

1 lítil ds majónes 

1/4 ltr þeyttur rjómi 

Sítrónusafi 

Smá sykur 


Laufabrauð Sólveig

500 gr hveiti

30 gr smjörlíki

1 msk sykur

3 dl mjólk

salt

1 tsk lyftiduft


Kjúklingapizza með BBQ sósu

Kjúklingapizza með BBQ sósu 

Fyrir  4

Efni:

Botninn

  • 1 tsk pressuger (þurrger)
  • 1-1/2 bolli volgt vatn
  • 4 bollar hveiti
  • 1 tsk.  salt
  • 1/3 bolli ólívu olía

Álegg á pizzuna

  • 2 kjúklingabringur
  • 1/2 bolli bbq sósa
  • Ólívuolía
  • Salt
  • 450 gr nýr mozzarella ostur, skorinn í sneiðar
  • 1/2 rauðlaukur, skorinn i sneiðar
  • 4-6 beikonræmur, vel steiktar og muldar
  • Kóríander, saxað

Aðferð:

Botninn

  1. Setjið volga vatnið í könnu og gerið út í. Látið standa í 10 mín.
  2. Bætið hveiti og salti út í. Hrærið saman og bætið olíu hægt út í. Hnoðið deigið þar til það er komið vel saman. Þá er það sett aftur í skálina, smá olía borin á deigkúluna, filma sett yfir skálina og deigið látið hefast í 1-2 klst. við herbergishita.
  3. Þegar kominn er tími til að baka pizzuna er ofninn hitaður í 200ËšC.
  4. Nú er deigið flatt út og sett á bökunarplötu (gott að hafa bökunarpappír undir). Stráið smávegis af salti á botninn.
  5. Bakið botninn þar til hann er ljósbrúnn.

 

Áleggið fyrir pizzuna

  1. Hafið ofninn áfram í 200ËšC.
  2. Stráið salti á bringurnar og setjið í eldfast mót, hellið bbq sósunni á kjötið og bakið í 20-25 mín. (munið að kjúkling á alltaf að gegnsteikja)  Takið úr ofninum og skerið í bita.
  3. Stráið lauknum á botninn, látið kjúklingabitana og beikonið ofan á og að lokum ostinn. Bætið svolitlu af barbekjú sósu ofan á.
  4. Bakið þetta nú saman í 15 mín.
  5. Takið úr ofninum og dreifið kóríander yfir pizzuna- og verði ykkur að góðu!

 


Lasagna rúllur með spínati

  • 1 poki nýtt spínat
  • 3 bollar kotasæla
  • 3 hvítlauksrif, marin
  • 1/2 lítill, hvítur laukur, saxaður
  • 1 egg
  • Pipar
  • Nýtt  basilíkum, saxað
  • Cayenne pipar, (ef vill)
  • Nýtt múskat, malað
  • 2 bollar rifinn ostur
  • 1/2 bolli parmesían ostur
  • 1 pakki  lasagna blöð
  • 1 flaska pasta (pizza) sósa

Aðferð

  1. Sjóðið lasagna blöðin og geymið.
  2. Smyrjið eldfast mót (t.d.23x33cm) og hellið helmingnum af pasta sósunni á botninn.
  3. Sjóðið spínatið og látið hvítlaukinn mýkjast við hægan hita á pönnu (og eina msk af olíu), bætið spínatinu út í. Dreifið pipar yfir. Látið aukavökva renna af, t.d. á eldhúsþurrku.
  4. Blandið saman í skál spínat- og hvítlauksblöndukotasælu, eggi, pipar og basilíkum.
  5. Ef nota á cayenne pipar fer hann út í núna og múskatið.
  6. Hrærið 1 bolla af rifnum osti ásamt parmesían ostinum saman við
  7. Nú eru u.þ.b. 2msk. af spínatblöndunni settar á hvert blað, því rúllað upp og það sett í eldfasta mótið (samskeytin snúa niður!)
  8. Hellið afganginum af pasta sósunni ofan á rúllurnar, stráið afganginum af ostinum yfir og bakið við 180Ëš C í 45 mín.

Stökkt kókos- og bananagranóla Stökkt, trefjaríkt og án allra aukaefna!

Stökkt kókos- og bananagranóla
Stökkt, trefjaríkt og án allra aukaefna!
 
 
Skrifa umsögn
Prenta
 
Innihaldsefni
  1. 1 stór og vel þroskaður banani
  2. 4 msk kókosolía
  3. 1 msk vanilluessens
  4. Salt á hnífsoddi , örlítið salt dregur fram sætuna úr banönunum.
  5. 100 gr tröllahafrar
  6. 50 gr kókosflögur
  7. 50 gr saxaðar hnetur, t.d. pekan, valhnetur, möndlur, hesilhnetur eða blanda af þeim öllum
  8. 2 msk chiafræ
  9. 2 msk sólblómafræ eða hörfræ
  10. 2 msk gojiber, smátt saxaðar döðlur, apríkósur, rúsínur eða þurrkuð epli
  11. 1 tsk kanill ef vill
Leiðbeiningar
  1. Stappið banana vel og hrærið bræddri kókosolíu, kanil og vanilluessens saman við. Setjið blönduna til hliðar.
  2. Blandið öllum hinum innihaldsefnunum saman í skál.
  3. Hellið bananablöndunni saman við og blandið vel saman með höndunum. Blandan á að loða létt saman. Ef hún loðir nánast ekkert saman þarf aðeins meiri banana og olíublöndu.
  4. Dreifið blöndunni yfir bökunarpappír á bökunarplötu. Passið að rúsínur eða þurrkaðir ávextir standi ekki upp úr heldur séu þakin blöndunni, annars brenna þau.
  5. Bakið neðarlega í ofninum á 180 gráðum í 25 mínútur eða þar til blandan verður gyllt og stökk (verður enn stökkari við að kólna). Gott er að hræra 2-3 sinnum í blöndunni yfir bökunartímann.
  6. Kælið og geymið í loftþéttum umbúðum.
Athugasemdir
  1. Múslíið er gott í kökubotna, eplakökur, hafraklatta, út á skyr eða jógúrt eða með hnetu-, kókos- eða kúamjólk!
Höfundur: Tobba Marinósdóttir

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband