Saltpækill

135 gr gróft salt

1 ltr vatn


Blinis

400 gr hveiti

2 tsk þurger

1/2 tsk salt

6 dl volg mjólk

4 egg

1. dl olía

Bælandið þurrefnum saman í skál

hellið bolgri mjólk samanvið smátt og smátt

hrærið vel í,bætið eggjum og olíu útí.

Látið standa í um 1 klst á hlýjum  stað.

ofaná Sýrður rjómi, kavíar,rauðlaukur


Majones

 

Það er best að gera majónesið í annað hvort blandara eða matvinnsluvél og þetta tekur ekki nema svona fimm mínútur.
Hér er svo uppskriftin sem er svona rétt rúmlega 3 dl eða 2 bollar af majónesi.

2 eggjarauður við stofuhita
1 egg við stofuhita
1 msk sítrónusafi frá Lumia
1 tsk Djion sinnep
1/2 tsk salt
smá hvítur pipar
2 bollar ólífuolía frá Ísíó4(sumir vilja bara nota grænmetisolíu sem er í fínu lagi líka)

En ef maður ætlar að geyma majónesið eitthvað í ísskápnum þá er betra að nota ólífuolíu eða sólblómaolíu því að ef extra virgin ólífuolía er notuð getur majónesið skilið sig þegar það kemur aftur í stofuhitann. Ef majónesið skilur sig næst þegar það er tekið út úr ísskápnum þá er hægt að blanda það varlega saman við eina eggjarauðu.

Setjið eggjarauðurnar, eggið, sítrónusafann, sinnepið,salt og pipar í matvinnsluvél og hrærið saman þangað til að það verður kremkennt. Látið síðan matvinnsluvélina ganga rólega áfram og hellið olíunni út í, fyrst mjög hægt og rólega nánast í dropatali svona eins og 15% af olíunni í þetta skiptið. 
Þegar að majónesið er farið að þykkna er óhætt að hella olíunni í mjórri bunu út í á meðan matvinnsluvélin er í gangi. Stoppið þá vélina þegar öll olían er komin út í og smakkið til og finnið út hvort þið viljið hafa það þynnra. Kryddið meira ef þið viljið meira bragð af því og eins ef þið viljið hafa það þynnra þá er gott að setja nokkra dropa til viðbótar af sítrónusafa eða smá heitt vatn.


Furstakaka

2. bl hveiti

1. bl sykur

1. tsk lyftiduft

100 gr smjörlíki

1/4 tsk matarsódi

1. egg

möndludropar

hnoðað deig


Skyrkaka

1/2 ltr rjómi ( þeyta hann)

1 ds vaniluskyr

Hrært saman

ofaná kókósmarens súkkulaði og ávestir

 

Kókósmarens

4 eggjahvítur

200 gr sykur

100 gr suðusúkkulaði

100 gr kókósmjöl


Eggja og haframúffur

Góður morgunmatur

200 gr kotasæla

6 heil egg eða 2 heil egg og 4 eggjahvítur

2 msk heilhveiti

1. tsk lyftiduft

Salt og pipar

öllu hrært saman og sett í muffins form

bakað við 180°í 10 mín

Þetta er góður grunnur en má bæta við t.d.

2o gr osti, basil og sveppum eða

fetaosti oregano, olífum eða

sólþurkuðum tómötum lauk beikon skinku


Rúgbrauð

Rúgbrauð mamma

14. bl rúgmjöl

6. bl heilhveiti

3 1/2 bolli sykur

2 bréf þurger,( 10 tsk)

2. ltr undanrenna


Hummus

300 gr kjúklingabaunir

2-4 hvítlauksrif

3-4 tsk tahini

safi úr hálfri sítrónu

1. dl olía

1/2 - 1 tsk salt

Chili

maukið baunir og hvítlauk saman

bætið tahini og sítrónusafa samanvið

hellið olíunniyfir í smá skömmtum.

saltið


Súkkulaðiterta

200 gr smjör

150 gr súkkulaði

4.egg

150. gr sykur

100. gr hveiti

1. tsk lyftiduft

100 gr saxaðar hesilhnetur

Smjör og súkkulaði brætt saman

egg og sykur þeytt vel saman súkkulaði og smjöri blandað saman við

síðan þurrefnum

bakað við 180°í 45 mínútur


Litlar kjötbollur

500 gr nautahakk

1. egg

1,bolli brauðrasp

2. bollar rifinn ostur

kjöt og grill krydd salt pipar

mótaðar bollur og bakað í ofni


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband