Grillaður thai kjúklingur
4 kjúklingabringur (líka gott að nota kjúklingalæri 2-3 stk fyrir hverja bringu)
1/2 búnt kóríander
4 hvítlauksrif
2 msk púðusykur
1/2 tsk pipar
2 msk fiskisósa, t.d. Fish sauce frá deSIAM
1 msk soyasósa, t.d. frá deSiam
Sem meðlæti
sweet chili sósa, t.d. sweet chili sauce frá deSIAM
- Blandið með töfrasprota eða í matvinnsluvél kóríander, hvítlauk, sykur, pipar, fiskisósu og soyasósu þar til þetta er orðið að mauki. Hellið marineringunni yfir kjúklinginn og marinerið í amk 30 mínútur.
- Grillið kjúklinginn í um 4-5 mínútur á hvorri hlið eða þar til hann er eldaður í gegn. Berið fram með sweet chilí sósu, núðlum, grænmeti og/eða góðu salati.
15.7.2015 | 14:48
Auðveld berjakaka
Berjakaka
75 gr smjör
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanillusykur
2 dl sykur
2 egg
2.5 dl hveiti
1-2 dl ber (frosin eða fersk)
Stillið ofninn á 175°c
Bræðið smjörið í potti. Hrærið lyftiduftinu, vanillusykri, sykri, eggjum og hveiti saman við smjörið í þessari röð! Hellið deginu í smurt lausbotna form. Dreifið berjunum yfir og bakið í 30-35 min eða þar til prjónn kemur þurr upp þegar honum er stungið í kökuna og hún er fallega gyllt. Látið kökuna kólna í forminu. Færið kökuna yfir á kökudisk og njótið.
16.6.2015 | 03:13
Fiskibollur frá Heilsumömmunni
Hráefni:
- 700 g ýsa eða þorskur
- 1 laukur
- 2 stórar gulrætur
- 1/2 stór rófa eða 1 lítil
- 2 hvítlauksrif
- 2 egg
- 1 dl kókosmjólk
- 8 msk fínt spelt (eða möndlumjöl fyrir glúteinlausa útgáfu)
- 1 msk grænmetiskraftur frá Himneskri hollustu
- Kryddið með Ítölskusjávarréttakryddi og
- Fiskiréttakryddi frá Pottagöldrum
- salt og pipar
- Kókosolía til steikingar
Aðferð:
- Saxið lauk, gulrætur og rófu með matvinnsluvélinni.
- Bætið fiskinum saman við.
- Að lokum fara eggin, mjólkin, kryddið og speltið saman við.
- Hitið pönnu, bræðið kókosolíu, mótið litlar bollur og steikið á pönnu,
nokkrar mínútur á hvorri hlið. Takið þær af pönnunni, setjið í eldfast mót
og inn í ofn í 10 mín v/ 170°c meðan allt annað er gert klárt.
Fiskur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2015 | 13:26
Kanilsnúðar eða vínarbrauð
Kanilsnúðar
550 g hveiti
5 tsk lyftiduft
1 dl sykur
100 g smjör, brætt
3 1/2 dl mjólk
50 g smjör, brætt
kanilsykur
- Blandið öllum hráefnunum saman saman og hnoðið vel.
- Fletjið deigið út í ílangan ferning, penslið með bræddu smjöri og stráið kanilsykri yfir. Rúllið deiginu þétt upp og skerið lengjuna í sneiðar.
- Setjið á bökunarplötu með smjöpappír og bakið við 180°c í um 15 mínútur eða þar til þeir eru orðnir gylltir að lit.
Smákökur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2015 | 19:25
Majones
1 egg
2 tsk sítrónusafi
1/2 tsk salt
2 dl olía
Brjótið egg í skál setjið sítrónu og salt samanvið
síða olíuna yfir.Töfrasproti settur í glasið þeytt þar til
majones fer að myndast.
Setja töfrasprotann neðst í glasið og ekki hrreyfa hann mikið
Sósur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2015 | 19:22
Súkkulaðikaka
3 bl hveiti
2 bl sykur
3 egg
1 bl olía
2 bl ab mjólk
2 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
2 tsk vaniludropar
Blandið öllu saman og hrærið vel
10.5.2015 | 19:20
Súkkulaðimús
25 gr smjör
200 gr súkkulaði
250 gr rjómi
3 egg
2 msk sykur
Bræðið smjör og súkkulaði saman við vægan hita
hellið súkkulaðinu í skál og blandið 3 eggjahvítum
saman við.Stifþeytið eggjahvíturnar og bætið sykrinum samanvið,
Blandið súkkulaðinu og eggjahvítunum varlega saman í lokin þeytta rjómanum.
10.5.2015 | 13:32
Kleinur
1 kg hveiti
350 gr sykur
100 gr smjörlíki
2 egg
2 tsk lyftiduft
2 tsk hjartasalt
5 dl súrmjólk
dropar
10.5.2015 | 13:30
Æðibita skyrterta
1 pk polokex
10 stk æðisbitar
mulið í matvinnsluvél
100 gr smjör brætt
1 msk sykur
Blandað saman bakað í 10 mín
Fylling
1 stór ds jarðaberjaskyr
1/2 ltr rjómi þetttur
2 msk súkkulaðibúðingur má sleppa
blandað samnan
100 gr milka oreo súkkulaði mulið
skraut
bláberjasulta rifið súkkulaði sett yfir
Kælt
10.5.2015 | 13:25
Crepes
6 dl hveiti
5 dl mjólk
1,5 dl vatn
5 egg
1 msk olía
1,5 tsk salt
steikt á stórri pönnu
snúið kökunni við setjið pískað egg yfir og raðið á helming
pönnukökunnar t,d osti , skinku brjótið í tvennt og aftur í tvennt