Grillaður thai kjúklingur uppskrift frá síðunni gulur rauður grænn og salt

                         Grillaður thai kjúklingur

4 kjúklingabringur (líka gott að nota kjúklingalæri 2-3 stk fyrir hverja bringu)
1/2 búnt kóríander
4 hvítlauksrif
2 msk púðusykur
1/2 tsk pipar
2 msk fiskisósa, t.d. Fish sauce frá deSIAM
1 msk soyasósa, t.d. frá deSiam

Sem meðlæti
sweet chili sósa, t.d. sweet chili sauce frá deSIAM

 

  1. Blandið með töfrasprota eða í matvinnsluvél kóríander, hvítlauk, sykur, pipar, fiskisósu og soyasósu þar til þetta er orðið að mauki. Hellið marineringunni yfir kjúklinginn og marinerið í amk 30 mínútur.
  2. Grillið kjúklinginn í um 4-5 mínútur á hvorri hlið eða þar til hann er eldaður í gegn. Berið fram með sweet chilí sósu, núðlum, grænmeti og/eða góðu salati.

Auðveld berjakaka

Berjakaka

75 gr smjör
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanillusykur
2 dl sykur
2 egg
2.5 dl hveiti
1-2 dl ber (frosin eða fersk)

Stillið ofninn á 175°c

Bræðið smjörið í potti. Hrærið lyftiduftinu, vanillusykri, sykri, eggjum og hveiti saman við smjörið í þessari röð! Hellið deginu í smurt lausbotna form. Dreifið berjunum yfir og bakið í 30-35 min eða þar til prjónn kemur þurr upp þegar honum er stungið í kökuna og hún er fallega gyllt. Látið kökuna kólna í forminu. Færið kökuna yfir á kökudisk og njótið.


Fiskibollur frá Heilsumömmunni

Hráefni: 

  • 700 g ýsa eða þorskur
  • 1 laukur
  • 2 stórar gulrætur
  • 1/2 stór rófa eða 1 lítil
  • 2 hvítlauksrif
  • 2 egg
  • 1 dl kókosmjólk
  • 8 msk fínt spelt (eða möndlumjöl fyrir glúteinlausa útgáfu)
  • 1 msk grænmetiskraftur frá Himneskri hollustu
  • Kryddið með Ítölskusjávarréttakryddi og
  • Fiskiréttakryddi frá Pottagöldrum
  • salt og pipar
  • Kókosolía til steikingar

Aðferð:

  1. Saxið lauk, gulrætur og rófu með matvinnsluvélinni.
  2. Bætið fiskinum saman við.
  3. Að lokum fara eggin, mjólkin, kryddið og speltið saman við.
  4. Hitið pönnu, bræðið kókosolíu, mótið litlar bollur og steikið á pönnu,
    nokkrar mínútur á hvorri hlið. Takið þær af pönnunni, setjið í eldfast mót
    og inn í ofn í 10 mín v/ 170°c meðan allt annað er gert klárt.

Kanilsnúðar eða vínarbrauð

Kanilsnúðar
550 g hveiti
5 tsk lyftiduft
1 dl sykur
100 g smjör, brætt
3 1/2 dl mjólk
50 g smjör, brætt
kanilsykur

  1. Blandið öllum hráefnunum saman saman og hnoðið vel.
  2. Fletjið deigið út í ílangan ferning, penslið með bræddu smjöri og stráið kanilsykri yfir. Rúllið deiginu þétt upp og skerið lengjuna í sneiðar.
  3. Setjið á bökunarplötu með smjöpappír og bakið við 180°c í um 15 mínútur eða þar til þeir eru orðnir gylltir að lit.

Majones

1 egg

2 tsk sítrónusafi

1/2 tsk salt

2 dl olía

Brjótið egg í skál setjið sítrónu og salt samanvið

síða olíuna yfir.Töfrasproti settur í glasið þeytt þar til

majones fer að myndast.

Setja töfrasprotann neðst í glasið og ekki hrreyfa hann mikið


Súkkulaðikaka

3 bl hveiti

2 bl sykur

3 egg

1 bl olía

2 bl ab mjólk

2 tsk lyftiduft

1  tsk matarsódi

2 tsk vaniludropar

Blandið öllu saman og hrærið vel


Súkkulaðimús

25 gr smjör

200 gr súkkulaði

250 gr rjómi

3 egg

2 msk sykur

Bræðið smjör og súkkulaði saman við vægan hita

hellið súkkulaðinu í skál og blandið 3 eggjahvítum

saman við.Stifþeytið eggjahvíturnar og bætið sykrinum samanvið,

Blandið súkkulaðinu og eggjahvítunum varlega saman í lokin þeytta rjómanum.

 

 


Kleinur

1 kg hveiti

350 gr sykur

100 gr smjörlíki

2 egg

2 tsk lyftiduft

2 tsk hjartasalt

5 dl súrmjólk

dropar


Æðibita skyrterta

1 pk polokex

10 stk æðisbitar

mulið í matvinnsluvél

100 gr smjör brætt

1 msk sykur

Blandað saman bakað í 10 mín

Fylling

1 stór ds jarðaberjaskyr

1/2 ltr rjómi þetttur

2 msk súkkulaðibúðingur má sleppa

blandað samnan

100 gr milka oreo súkkulaði     mulið

skraut

bláberjasulta rifið súkkulaði sett yfir

Kælt

 


Crepes

6 dl hveiti

5 dl mjólk

1,5 dl vatn

5 egg

1 msk olía

1,5 tsk salt

steikt á stórri pönnu

snúið kökunni við setjið pískað egg yfir og raðið á helming

pönnukökunnar t,d osti , skinku brjótið í tvennt og aftur í tvennt


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband