Eggjabaka í brönsinn

eggjabaka

Bröns, eða dögurður, er algjörlega uppáhalds máltíðin mín af þeim öllum.

Mér finnst bröns frábær leið til að njóta helgarinnar, og í raun getur brönsinn, eða dögurðurinn, verið ódýr og skemmtileg leið til að smala vinum og ættingjum heim í eldhúsið að njóta tilverunnar saman. Mikið einfaldara en að halda þríréttaðan kvöldverð með tilheyrandi umstangi.

Þú getur boðið upp á margskonar mat í dögurði en ef eitthvað er alveg ómissandi þá eru það eggin.

Þau má auðvitað framreiða með ýmsum hætti, hrærð á pönnu, í ommilettu, spæld eða þá í svona böku eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem ég tók nú um páskahelgina.

Eggjabakan er mjög skemmtileg aðferð af því hún er í raun fljótleg og alveg sérlega ljúffeng. Ég skora á þig að prófa að gera svona böku í stað þess að steikja, sjóða eða spæla… er til dæmis annar í páskum ekki tilvalinn í góðan bröns með þínum uppáhalds?

Athugaðu að grunnurinn í henni er í raun ostur og egg og svo máttu gera tilraunir að vild. Svona er þetta með svo margt í matargerð.

Við lærum bara eina grunn-uppskrift og gerum svo tilraunir. Í þessa böku væri t.a.m hægt að setja fetaost og grænt pestó, geitaost og valhnetur, spínat, furuhnetur og feta… möguleikarnir eru margir. En hér er uppskriftin að minni sem er innblásin af ítalskri matargerð, – sem ég hreinlega elska… (hver gerir það ekki?).

INNIHALD

2 bollar rifinn cheddar ostur
2 bollar rifinn mozarella og/eða gouda ostur
2 msk smjör
Sveppir
Fínt saxaður rauðlaukur
Lúka af fersku basil, klippt niður
5 konfekt tómatar, skornir í sneiðar
Rautt pestó

8 egg
1 3/4 bolli rjómi eða mjólk
1/2 bolli spelt

Salt og pipar

AÐFERÐ

Hitaðu ofninn í 175 gráður

Blandaðu saman cheddar og mozarella í skál og dreifðu svo 2/3 af ostinum í eldfast mót.

Bræddu smörið og steiktu sveppi og lauk þar til grænmetið verður mjúkt. Í svona 5 mínútur. Dreifðu svo yfir ostinn. Ef þú vilt geturðu þú sett smátt skorna skinku (chorizo eða hráskinku) yfir grænmetið og svo topparðu þetta aftur með rifnum osti.

Hrærðu saman eggjunum í stórri skál og bættu við mjólk/rjóma, spelti (eða hveiti), basil, salti og pipar.
Helltu eggjunum rólega yfir blönduna í eldfasta mótinu. Leggðu tómatsneiðar yfir og toppaðu svo með rest af osti.

Bakaðu í miðjum ofni í 35-40 mínútur eða þar til prjónn sem stungið er í miðjuna kemur hreinn út. Láttu bökuna svo standa í 10-15 mín áður en þú berð hana fram með rauðu pestó, góðu ristuðu brauði og blöndu af appelsínusafa og sódavatni.


Eggjanúðlum m/kjúkling Eldhússögur

Uppskrift:

  • 600 gr kjúklingabringur eða kjúklingalundir
  • 2-3 gulrætur
  • góður biti af hvítkálshaus
  • 250 gr sveppir
  • lítill brokkolí haus
  • ferskt engifer, fingurstór biti
  • 4 hvítlauksrif
  • 1 pakki soðnar eggjanúðlur (250 gr)
  • 3-4 msk ólifuolía
  • 2 tsk sesamolía
  • 2 msk oystersouce
  • 5-6 msk góð sojasósa
  • 1 msk hoisin-sósa
  • 1 tsk sykur

IMG_0334

Afhýðið engifer og hvítlauk og saxið fínt. Skerið kjúklinginn í þunnar sneiðar (gott að skera hann hálffrosin). Skerið hvítkálið og gulrætur í strimla, sneiðið sveppina og skerið brokkolí í passlega bita. Hrærið saman sesamolíuna, ostron sósuna og hoisin sósuna, sojasósuna og sykur. Sjóðið núðlurnar eins og gefið er upp í leiðbeiningum.
Hitið ólífuolíuna á pönnu (wok pönnu ef þið eigið hana til) og steikið engifer og hvítlauk í örstutta stund á háum hita, bætið svo kjúklingnum út í og steikið þar til hann hefur fengið lit. Þá er hvítkáli, gulrótum og sveppum bætt út í.  Ef pannan er of lítil þá er hægt að færa allt yfir í stóran pott. Bætið nú við sósunni ásamt soðnu núðlunum og steikið saman í nokkrar mínútur þar til rétturinn er gegnumheitur.
 
IMG_0331

tailenskar núðlur m/kjúkling

Bragðmiklar tælenskar núðlur með kjúklingi

  • 1 pakki Thai choice rice noodles
  • 7 hvítlauksrif
  • 2 stórar kjúklingabringur
  • 4 msk kartöflumjöl
  • 1 rauð paprika
  • 1 rauður laukur
  • 1 púrrulaukur
  • 1 spergilkálhaus
  • 1 dl Thai choice ostrusósa
  • 1 tsk fiskisósa
  • 5 msk Thai choice sweet chillisósa
  • 2 dl vatn
  • 1 tsk sykur
  • 50 g grófhakkaðar kasjúhnetur

Skerið kjúklingabringurnar í strimla og blandið þeim saman við kartöflumjölið. Skerið laukinn í þunna báta, paprikuna og púrrulaukinn í strimla og spergilkálið í bita. Afhýðið og hakkið hvítlauksrifin.

Hitið rapsolíu á pönnu og steikið kjúklinginn þar til hann er næstum fulleldaður. Bætið hökkuðum hvítlauk, rauðlauk og spergilkáli á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur til viðbótar. Bætið ostrusósu, sweet chillisósu, fiskisósu, sykri og vatni á pönnuna og látið sjóða við vægan hita í nokkrar mínútur. Bætið papriku og púrrulauk á pönnuna, sjóðið í 3 mínútur til viðbótar og takið svo pönnuna af hitanum.

Setjið vatn í pott og látið suðuna koma upp. Setjið núðlurnar í pottinn og sjóðið þær í 3 mínútur. Hellið þeim í sigti og skolið þær með köldu vatni. Látið renna vel af núðlunum og bætið þeim síðan á pönnuna. Blandið öllu vel saman og berið fram með grófhökkuðum kasjúhnetum.


Ostabrauð

Ostabrauð

2,5 tsk þurrger
3 dl kalt vatn
Rifinn börkur af einni sítrónu
1 krukka ferskt timjan (eða eitt búnt?, krukka er kannski bara sænsk þýðing :) )
1 dl smátt söxuð steinselja
2 msk ólívuolía
1 tsk salt
6,5 dl hveiti

Fylling
200 gr rifinn cheddarostur (eða annar ostur)
Saltflögur

Ólívuolía/smjör

Blandið þurrgerinu, sítrónuberkinum, kryddunum, saltinu og hveitinu saman. Bætið olíunni og vatninu út í og hnoðið vel, 5 – 10 mínútur í vél. Látið hefa sig í ca. 1 klst.

Fletjið deigið út, í rétthyrning – eins og þegar þið búið til snúða, ca. 30×40 cm. Stráið ostinum yfir og rúllið lengjunni upp. Skerið í 10 – 12 bita.

Smyrjið lausbotna form og raðið bitunum ofan í. Látið hefast í 30 mínútur. Stillið ofninn á 220 gr. Stráið flögusalti yfir brauðið og bakið svo í u.þ.b. 30 mín eða þar til fallega gullinbrúnt. Penslið með smjöri eða ólívuolíu áður en brauðið er borið fram.


Gulrótarsallat Albert eldar

Gulrótasalat – Salade de carottes râpées.

1/2 kg gulrætur, rifnar

1 msk sítrónusafi

1/2 tsk Dijon sinnep

3 msk góð ólífuolía

1/4 tsk salt

pipar

fersk steinselja.

Rífið gulræturnar og setjið í skál. Blandið saman sítrónusafa, sinnepi, oliu, salti og pipar. Hellið yfir gulræturnar og látið standa í um 30 mín við stofuhita áður en þetta er borðað.

 


Linsubaunakássa frá UPPSKERAN GLÆSIBÆ.

UPPSKERAN GLÆSIBÆ.

Í tilefni af fögru haustveðri hitum við kropppinn með næringarríkum baunarétti með quinoa,
LINSUBAUNAKÁSSA m/QUINOA
1 msk kokosolía
3 rif hvítlaukur
1 bolli laukur saxaður
1 " paprika "
2 dósir tómatar eða ferskir saxaðir
1 tsk kumin
4 tsk chili mix (fæst í Uppskerunni)
1/8 tsk kanill
1/4 " karry
1 msk salt
1/4 tsk pipar
3 bollar grænmetiskraftur - gerlaus-
1 bolli linsubaunir
1/2 " Quinoa
1 dós nýrnabaunir eða soðnar (best)
1 " Svartar baunir "
1/2 bolli ítölsk steinselja
avocado til skrauts

Hita olíu örlítð í potti. Bæta í lauk, hvítlauk og papriku. Hita nokkrar mín. Tómötum,og kryddi bætt við. Sjóða upp og láta malla í 6-8 mín. Grænmetiskrafti ásamt linsum+ quinoa er bætt í og suða látin koma upp aftur. Hiti lækkaður og látið malla í ca 30 mín. Öðrum baunum bætt í ef vill, salti og kryddjurtum. Leyfa réttinum að þykkna vel. Smakka til og bæta við kryddi e. smekk. Borið fram á diskum með ferskum avocado sneiðum og steinselju. Njótummmmmm. Öll innihaldsefni, utan grænmeti fáið þið lífræn e.vikt í Uppskerunni.smile emoticon

 
 

Brokkolísallat frá Gulur rauður grænn og salt

Brokkolí salat
2 búnt broccolí, stilkarnir skornir frá
1 rauðlaukur
1 dl furuhnetur
1 dl Hellmann’s majones
1/2 dl sýrður rjómi
1 dl sykur
3 tsk. edik

  1. Saxið brokklí og rauðlauk MJÖG smátt.
  2. Þeytið majones, sýrðum rjóma, sykur og edik vel saman eða þar til blandan er orðin dálítið froðukennd.Blandið öllu vel saman.
  3. Geymið aðeins í kæli áður en þetta er borðað. Verður bara betra eftir því sem á líður, jafnvel daginn eftir. Berið fram með brauði eða stökku kexi, t.d. hrökkkexinu góða

*Sumum þykir betra að hafa meira af sýrðum rjóma og þá má breyta hlutföllunum í 1 dl sýrður og 1/2 dl majones eða prufa sig áfram eftir eigin smekk.


Fræhrökkbrauð frá Gulur rauður grænn og salt

Fræhrökkbrauð
½ dl sólblómafræ
½ dl sesamfræ
3/4 dl hörfræ
½ dl graskersfræ
½ tsk salt
1 dl maizenamjöl
½ dl matarolía
1 ½ dl sjóðandi vatn

  1. Blandið saman sólblómafræjum, sesamfræjum, hörfræjum, graskersfræjum, salti og maizenamjöli í skál. Hellið rapsolíu og sjóðandi vatni yfir og hrærið saman. Látið blönduna bíða í örfáar mínútur og hellið svo grautnum á bökunarpappírsklædda ofnskúffu.
  2. Breiðið þunnt út og stráið maldonsalti (eða öðru grófu salti) yfir.
  3. Bakið við 150° í 1 klst. Slökkvið á ofninum og látið fræhrökkbrauðið standa áfram í ofninum í 15 mínútur. Takið út úr ofninum og látið kólna. Brjótið eða skerið meðan það er enn heitt í passlega stóra bita.

BBQ-kjúklingur með öllu í einum pakka af síðunni Ljúfmeti og lekkerheit

BBQ-kjúklingur með öllu í einum pakka – gerið ráð fyrir 1 pakka fyrir börn og 2 pökkum fyrir fullorðna

álpappír, rifinn í ca 30 x 45 cm fyrir hvern pakka.

PAM sprey

Hunt´s Honey Hickory BBQ Sauce

kartöflur, skornar í sneiðar

sætar kartöflur, skornar í sneiðar

Philadelphia rjómaostur

úrbeinuð kjúklingalæri frá Rose Poultry

græn paprika, hökkuð

rauð paprika, hökkuð

rauðlaukur, hakkaður

sveppir, sneiddir

salt og pipar

cheddar ostur, rifinn

Fyrir hvern pakka: Rífið álpappír í stærðinni 30 x 45 cm. Spreyið yfir álpappírinn með PAM og setjið rúmlega teskeið af BBQ sósu í miðjuna á álpappírnum. Skerið kartöflur í sneiðar og leggið yfir (miðið við 1 – 1 ½ kartöflu í hvern pakka). Setjið smá Philadelphia rjómaost yfir (u.þ.b. 1- 1½ msk), og þar á eftir sætar kartöflusneiðar yfir í svipuðu magni og kartöflurnar. Setjið rúmlega teskeið af BBQ sósu yfir og leggið þar á eftir úrbeinað kjúklingalæri yfir. Saltið og piprið og setjið rúmlega teskeið af BBQ sósu yfir. Hakkið papriku og rauðlauk, sneiðið sveppi og leggið efst. Lokið nú álpappírnum með því að lyfta langhliðunum upp og brjóta tvöfalt brot niður (passið að hafa loft fyrir ofan matinn fyrir gufuna sem myndast). Lokið hliðunum eins, þ.e. með tvöföldu broti, og grillið á lokuðu grilli, við miðlungsháan hita, í 25 mínútur.

Takið af grillinu, opnið pakkana að ofan og stráið rifnum cheddar yfir. Lokið aftur og látið standa í nokkrar mínútur á meðan osturinn bráðnar.

 

Límónumarineruð laxaspjót af síðunni Eldhússögur

Límónumarineruð laxaspjót

900 gr. ferskur lax, skorinn í teninga (ca 2,5 x 2,5 cm)

1/2 dl ólífuolía

2 hvítlauksrif, saxað smátt

1/2 límóna (lime), safi og börkur

1/4 tsk sykur

Salt og pipar

Kóríander, saxað smátt (hægt að nota flatblaða steinselju í stað kóríanders)

Blandið saman hráefnunum fyrir marineringuna. Laxinn skorinn í eins jafna teninga (ca. 2.5 cm x 2.5 cm) og hægt er og hann settur í plastpoka. Marineringunni hellt yfir og laxinum velt varlega upp úr henni, geymið í ísskáp í minnst einn tíma, lengur ef hægt er.

Þrír til fimm laxateningar þræddir upp á grillspjót. Ef þið notið tréspjót, leggið þá spjótið í bleyti í ca. hálftíma fyrir notkun til þess að þau brenni ekki. Grillið spjótinn á meðalhita þar til þau eru tilbúin. Reynið að snúa þeim sjaldan til að koma í veg fyrir að laxinn losni af spjótunum. Það þarf að leyfa spjótunum að grillast vel í byrjun áður en þeim er snúið fyrst, þá er lítið mál að snúa þeim eftir það.

Mangó- og avókadósalsa

Á meðan laxinn er að marinerast er salsað útbúið:

1 stórt mangó, skorið í teninga

2 avókadó, skornir í teninga

1/2-1 rauðlaukur, fínsaxaður

1/2-1 rautt chili, kjarnhreinsað og fínsaxað

1/2 límóna (lime)

2 msk góð ólífuolía

1 msk hvítvínsedik

Salt og pipar

Ferskt kóríander, saxað (hægt að nota flatblaða steinselju í stað kóríanders)

Mangó, avókadó og lauk blandað varlega saman. Chili bætt við ásamt safanum úr límónunni, ólífuolíu og hvítvínsediki. Kryddið með salt, pipar og kóríander og blandið öllu varlega saman. Geymið í ísskáp.

Berið fram grilluðu laxaspjótin á mangó- og avókadósalsanu, kreystið smá límónusafa yfir og njótið gjarnan með vínsglasi


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband