Sesamsalat læknirinn í eldhúsinu

Ekta keisarasalat - eldsnögg veislumáltíð

Ég gerði þessa uppskrift seinast á fimmtudaginn þar sem ég átti talsvert af kjúklingi afgangs frá því kvöldinu áður. Nýtni er dyggð!

Fyrir salatið

Einn haus romaine-salat
150 g beikon
2 kjúklingabringur
2 stórar sneiðar af góðu brauði
100 g parmaostur
2 meðalstórir tómatar
hvítlauksolía

Fyrir dressinguna

3 msk majónes
2 msk sýrður rjómi
2 flök ansjósur
1 hvítlauksrif safi úr
1/2 sítrónu
salt og pipar
1 msk vatn
20 g raspaður parmaostur


Salatið

1. Saltið og piprið kjúklingabringurnar og steikið á pönnu. Þegar þær hafa tekið lit setjið þið þær í eldfast mót og inn í 180 gráðu heitan ofn. Bakið þangað til kjarnhiti er 82 gráður. Látið kólna.

2. Skerið brauðið í teninga og steikið upp úr hvítlauksolíu þangað til þeir eru gullinbrúnir og stökkir.

3. Steikið beikonið og skerið í bita.

4. Rífið salatið í bita, hlutið tómatana niður og raðið í skálar.

5. Skerið kjúklingabringurnar niður í 3-4 ríflega bita og leggið ofan á salatið.

6. Raðið beikoni, brauðteningum og að lokum parmaostinum. 7. Toppið ríkulega með dressingunni.

Dressingin

1. Setjið ansjósurnar og hvítlaukinn í mortél og merjið saman. 2. Blandið saman í skál majónesinu, sýrða rjómanum,

sítrónusafanum og vatninu.

3. Bætið ansjósu- og hvítlauksmaukinu við ásamt salti og pipar og röspuðum parmaostinum. Blandið vel.

 
 

Avacadosalat

Það sem þarf:
450 gr tómatar
1 agúrka
1/2 rauðlaukur
2 stór avókadó
2 matskeiðar olía
safi úr 1 sítrónu
1/4 bolli ferskur kóríander
1 teskeið sjávarsalt
smá pipar pipar

Þetta ljúffenga salat er eitthvað sem hentar ótrúlega vel með nánast öllum mat hvort svosem það sé steik, kjúklingur, fiskur eða eitt og sér. Uppskriftina fengum við á natachakitchen.com en þar má finna mikið af ljúffengum uppskriftum.

  

Skerið grænmetið niður í bita

Setjið í skál og blandið saman

Verði ykkur að góðu


Vegan ostur úr kartöflum og gulrótum Gulur rauður grænn & salt

Vegan ostur úr kartöflum og gulrótum
2 bollar af kartöflum, afhýddar og skornar í bita
1 bolli gulrætur, skornar í bita
½ bolli soðið vatn
1/3 bolli matarolía, ég nota ólífuolíu
½ bolli næringarger, ég nota Engevita sem fæst í heilsuhorninu í Bónus
1 tsk maldon sjávarsalt
1 teningur af grænmetiskrafti, ég nota grænmetiskraft frá Rapunzel
Hnífsoddur af Cayenne pipar
Hnífsoddur af svörtum pipar
1 msk sítrónusafi

  1. Afhýðið kartöflurnar og flysjið gulræturnar ef þarf, skerið síðan í bita.
  2. Sjóðið kartöflu og gulrótarbitana þar til þeir eru mjúkir, sigtið þá og setjið í blandara.
  3. Setjið restina af innihaldsefnunum í blandarann og blandið mjög vel saman þar til blandan verður silkimjúk.
  4. Borðist strax heitur sem ostasósa eða notist í matargerð. Osturinn geymist í sirka viku í ísskáp.

Kínóasalat með eplum Albert eldar

Kínóasalat með eplum

Kinoasalat

Kínóasalat með eplum. Glútenlaust, sykurlaust, eggjalaust, mjólkurlaust, létt í maga, fljótlegt – bráðhollt og fallegt :) Margir eiga safapressur og geta pressað gulrótasafann í þeim, svo má líka nota rauðrófusafa eða blanda saman rauðrófu- og gulrótasafa.

Kínóasalat með eplum

1 dl saxaðar möndlur

2-3 msk góð olía

2 tsk ferskur engifer, saxað smátt

1/2 laukur saxaður

2 dl kínóa

3 dl gulrótasafi

salt og pipar

2 dl frosnar grænar baunir

1 grænt epli

1 1/2 dl kókosmjöl.

Grófsaxið möndlurnar og ristið á pönnu í nokkrar mínútur, setjið í skál og geymið. Hellið olíu á pönnuna og léttsteikið lauk og engifer. Bætið við gulrótasafanum, kínóa, salti og pipar og sjóðið í um 15 mín. Takið af eldavélinni, stráið baununum yfir og látið standa með lokinu á í um 10 mín. Takið þá lokið af, hrærið saman og látið rjúka. Afhýðið eplið og skerið í frekar litla bita, bætið þeim saman við ásamt kókosmjöli og möndlum. Berið fram við stofuhita eða volgt.

mondlur kokos epli


Laxakæfa

Laxakæfa

 
 

Innihald

  • 500 g nýr lax, beinhreinsaður
  • 250 g rækjur
  • 175 g majones
  • 175 g sýrður rjómi 10%
  • 350 g þeyttur rjómi (3 ½ dl)
  • 12 blöð matarlímsblöð
  • hvítvín til að leysa matarlímið upp í
  • Sósa
  • 150 g majones
  • 150 g sýrður rjómi
  • ca 2 msk þeyttur rjómi
  • sítrónusafi eftir smekk
  • örlítill sykur
  • hvítvín eftir smekk

Leiðbeiningar

  1. Ferski laxinn er soðinn, kældur og beinhreinsaður. Tættur niður smátt með gaffli eða hakkaður, ásamt rækjunum, eftir hvað patéið á að vera gróft. Líka má skera fiskinn í litla bita.

  2. Hrærið saman majonesi og sýrðum rjóma og blandið saman við fiskinn.

  3. Þá er matarlímið lagt í bleyti og síðan leyst upp í hvítvíninu og því blandað saman við. Að lokum er þeytta rjómanum blandað varlega saman við. „Patéið“ kælt og skorið í sneiðar. 

  4. Sósa
    Öllu hrært vel saman og borið fram með „patéinu“ ásamt ristuðu brauði.

  5. Fallegt að skreyta með harðsoðnum eggjum í sneiðum, ferskri steinselju og tómatsneiðum. Eða bara því sem manni dettur í hug.


Rauðrófu chutney

500 gr hráar rauðrófur smátt skornar

1 kg epli smátt skorin

275 gr rauðlaukur saxaður

2,5 cm rifin engifer

50 gr rifinn engifer

350 gr ljós púðursykur

2 tsk salt

1 tsk allrahanda

600 ml rauðvínsedik

100 ml vatn

Setjið allt í pott og sjóðið þar ti maukið fer að þykkna

 

 

 

 

 


Skinkuhorn

4 dl volgt vatn

50 gr olía

1 tsk salt

1 tsk sykur

50 gr þurger

5-600 gr hveiti

Hefast í 30 mín

1 askja paprikusmurostur

Skinka smátt brytjuð

Ferskur graslaukur

 

 

 

 


Kjötbollur með mozzarella og basiliku Ljúfmeti og lekkerheit.

 

Kjötbollur með mozzarella og basiliku

Kjötbollur með mozzarella og basilikuEftir bolludag og sprengidag í beinu framhaldi mætti kannski ætla að enginn hefði áhuga á bollum í neinu formi á næstunni en ég þori nánast að fullyrða að þessar kjötbollur fá ykkur til að skipta um skoðun. Þær eru guðdómlegar! Ég hef bæði boðið upp á þær í matarboði sem og lífgað upp á hversdagsleikann með þeim, alltaf við rífandi lukku. Með þessum verður enginn fyrir vonbrigðum!

Kjötbollur með mozzarella og basilikuKjötbollur með mozzarella og basilikuKjötbollur með mozzarella og basiliku

Kjötbollur með mozzarella og basiliku (uppskrift frá Matplatsen)

  • 600 g nautahakk eða blanda af nauta- og svínahakki
  • 1 poki með mozzarella
  • 1/2 pakkning fersk basilika
  • 4 sólþurrkaðir tómatar
  • 1 dl rjómi
  • 1 egg
  • salt og pipar
  • smör til að steikja í

Sósa:

  • steikingarsoð
  • 2 dl rjómi
  • 100 g philadelphiaostur
  • 1/2 grænmetisteningur

Blandið hakki, eggi, rjóma, hakkaðri basiliku, hökkuðum sólþurrkuðum tómötum og mozzarella skornum í litla teninga. Saltið og piprið og mótið bollur.

Steikið bollurnar við miðlungsháan hita, í nokkrar mínútur og á öllum hliðum, í vel af smjöri. Takið bollurnar af pönnunni og hrærið rjóma, philadelphia og grænmetisteningi í steikingarsoðið. Látið suðuna koma upp og leggið síðan bollurnar í sósuna. Látið sjóða við vægan hita þar til bollurnar eru fulleldaðar. Verði sósan of þykk þá er hún þynnt með vatni.

 


Túr­merik tortill­ur Solla

Túr­merik tortill­ur

2 ½ dl spelt, gróft og fínt til helm­inga
2 tsk túr­merik
1 tsk vín­steins­lyfti­duft (má sleppa)
2 msk jurtamjólk
2 msk heitt vatn
1 msk sítr­ónusafi
1 msk jóm­frú­ar ólífu­olía

Hrærið öllu sam­an og hnoðið létt. Deigið á ekki að vera of þurrt, en held­ur ekki að klístr­arst við fing­urna. Bætið við smá mjöli ef það er of blautt eða smá vökva ef of þurrt. Stráið spelti á brettið þegar þið fletjið brauðin út með köku­kefli, svo að deigið klístrist ekki við.
Hitið pönnu og þurr­steikið brauðin í u.þ.b. eina mín­útu á hvorri hlið. Tíma­lengd­in fer svo­lítið eft­ir hita­stig­inu á pönn­unni, en þegar þið sjáið loft­ból­ur mynd­ast í brauðinu er tími til kom­inn að sná því við. Hafið til­bú­inn disk með visku­stykki á svo að hægt sé að vefja brauðin inn í visku­stykkið, þegar þau koma af pönn­unni.


Súper­holl mexí­kósk veisla Solla

Súper­holl mexí­kósk veisla

Mexíkósk veisla hjá mæðgunum Sollu og Hildi.

Mexí­kósk veisla hjá mæðgun­um Sollu og Hildi.

„Mat­ur inn­blás­inn af mexí­kóskri mat­ar­hefð rat­ar reglu­lega á mat­seðil­inn okk­ar. Börn­in eru ánægð með þenn­an holla og ljúf­fenga mat, en það besta er hversu fljót­legt og auðvelt er að út­búa máltíðina.

Við erum nefni­lega farn­ar að hall­ast að því, að það hversu auðveld máltíð er í fram­kvæmd, skipti miklu máli þegar við erum að taka ákvörðun um hvað eigi að vera í mat­inn. Við höf­um bara ekki alltaf orku eða tíma til að standa í stór­ræðum í eld­hús­inu. Þess vegna finnst okk­ur mæðgun­um gott að eiga nokkr­ar fljót­leg­ar en holl­ar upp­skrift­ir uppí erm­inni. Þá föll­um við síður fyr­ir skyndi­bita eða fljót­legri óholl­ustu. Gott ráð er að bæta reglu­lega við sig einni og einni hollri upp­skrift til að æfa og ná góðum tök­um á, sem síðan end­ar jafn­vel sem fasta­gest­ur á mat­seðlin­um,“ segja mæðgurn­ar Solla Ei­ríks­dótt­ir og Hild­ur Ársæls­dótt­ir á bloggi sínu:

Mexí­kó veisl­an hent­ar mjög vel þegar tím­inn er af skorn­um skammti. Í raun og veru þarf bara að stappa og hita baun­ir með kryddi, út­búa ein­falt guaca­mole og skera smá ferskt græn­meti niður. Það er nú allt og sumt. Við skell­um oft­ast í heima­gerðar túr­merik-tortill­ur úr grófu spelti í leiðinni (þær eru fljót­leg­ar), en það er líka hægt að kaupa til­bún­ar heil­hveiti tortill­ur í búðinni, ef maður er á mik­illi hraðferð.

Þó svo að það geti verið sniðugt að spara tíma í eld­hús­inu með fljót­leg­um upp­skrift­um, þá á það sama ekki við um sjálf­an mat­máls­tím­ann! Við mæl­um svo sann­ar­lega með því að gefa sér tíma til að njóta mat­ar­ins, helst í góðum fé­lags­skap. Við trú­um því að við skynj­um bet­ur skila­boð lík­am­ans um svengd og seddu þegar við ein­beit­um okk­ur að því að njóta máltíðar­inn­ar. Það er líka gott að taka eft­ir því hvernig mat­ur­inn fer í okk­ur, veita því eft­ir­tekt hvernig okk­ur líður eft­ir mat­inn, er þetta mat­ur sem okk­ur verður vel af?

Þessi máltíð inni­held­ur baun­ir, holla fitu (ólífu­olía og avóka­dó), gróf­meti, fullt af kryddi og fersku græn­meti. 

Súpergirnilegt!

Súperg­irni­legt!


Gott ráð: Hægt er að bera chili pip­ar­inn fram sér, ef ein­hver er ekki van­ur chili (t.d. börn­in). Sum börn eru líka hrif­in af að fá hreint stappað avóka­dó í staðinn fyr­ir guaca­mole.

Annað gott ráð: Eitt af okk­ar upp­á­halds trix­um fyr­ir fljót­lega mat­ar­gerð er að út­búa heima­gerðar krydd­blönd­ur til að eiga til taks seinna. Ein þeirra er mexí­kóska krydd­bland­an sem við not­um í þessa upp­skrift. (Það má líka kaupa til­búna krydd­blöndu). Svo er í hallæri hægt að kom­ast upp með að nota bara smá lauk­duft í staðinn fyr­ir blönd­una.

Upp­skrift­in er úr nýju mat­reiðslu­bók­inni okk­ar Him­neskt - að njóta

Upp­skrift­in

Svart­bauna­mauk

2 msk jóm­frú­ar ólífu­olía
2 pressuð hvít­lauksrif
3½ dl soðnar svart­ar baun­ir
2 tsk heima­gerð mexí­kó krydd­blanda
½ - 1 tsk sjáv­ar­salt­flög­ur
1 msk sítr­ónusafi
2-3 msk fersk­ur kórí­and­er

Hitið ol­í­una á pönnu og létt­mýkið hvít­lauk­inn þar í. Bætið svörtu baun­un­um út á ásamt krydd­blönd­unni og látið malla í um 5 mín. Gott að hræra í og mauka baun­irn­ar aðeins með sleif­inni. Kryddið með salti og sítr­ónusafa. Takð af hit­an­um og hrærið fersk­um kórí­and­er út í. 

Salsa

4 plóm­u­tóm­at­ar, 
1 rauð paprika, 
2 msk fersk­ur kórí­and­er
1 msk rauðlauk­ur
1 msk rifið límónu­hýði (má sleppa)
1 msk límónusafi eða sítr­ónusafi
1 msk fersk­ur chili, fínt saxaður
½ tsk sjáv­ar­salt
nýmalaður svart­ur pip­ar

Skerið tóm­at­ana fyrst í tvennt og kjarn­hreinsið og skerið paprik­una í tvennt og stein­hreinsið. Skerið svo í litla ten­inga (½ x ½ cm) og setjið í skál. Afhýðið rauðlauk­inn og saxið smátt ásamt ferska chili­inu. Blandið allri upp­skrift­inni sam­an í skál.

Guaca­mole

2 avóka­dó
1 msk rauðlauk­ur
1 msk fersk­ur chili, fínt saxaður
25 g fersk­ur kórí­and­er
1 msk límónu- eða sítr­ónusafi
1 hvít­lauksrif, pressað
¼ tsk sjáv­ar­salt­flög­ur

Túr­merik tortill­ur

2 ½ dl spelt, gróft og fínt til helm­inga
2 tsk túr­merik
1 tsk vín­steins­lyfti­duft (má sleppa)
2 msk jurtamjólk
2 msk heitt vatn
1 msk sítr­ónusafi
1 msk jóm­frú­ar ólífu­olía

Hrærið öllu sam­an og hnoðið létt. Deigið á ekki að vera of þurrt, en held­ur ekki að klístr­arst við fing­urna. Bætið við smá mjöli ef það er of blautt eða smá vökva ef of þurrt. Stráið spelti á brettið þegar þið fletjið brauðin út með köku­kefli, svo að deigið klístrist ekki við.
Hitið pönnu og þurr­steikið brauðin í u.þ.b. eina mín­útu á hvorri hlið. Tíma­lengd­in fer svo­lítið eft­ir hita­stig­inu á pönn­unni, en þegar þið sjáið loft­ból­ur mynd­ast í brauðinu er tími til kom­inn að sná því við. Hafið til­bú­inn disk með visku­stykki á svo að hægt sé að vefja brauðin inn í visku­stykkið, þegar þau koma af pönn­unni.

Mexí­kósk krydd­blanda

2 msk papriku­duft
1½ msk malað kúmín
1 msk chili­duft
1 msk hvít­lauks­duft
1 msk lauk­duft
1½ tsk chili­f­lög­ur
1½ tsk or­egano
1½ tsk sjáv­ar­salt­flög­ur
1½ tsk nýmalaður svart­ur pip­ar
½ tsk reykt papriku­duft
½ tsk kanil­duft
¼ tsk malaður neg­ull

Öllu blandað sam­an og sett í krukku með loki, geym­ist vel.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband