Kjúklingur að hætti kínverja

1 soðinn kjúklingur (steiktur)

1 bolli hrísgrjón

1 ds ananas

bræðið 100 gr smjör  saxið 1 lauk og látið malla

soðið sett í síðan 2-3 msk karrýlátið malla

hveitijafningur sett ísíðan 1 1/2 tsk engifer

2 msk sykur

safi úrsítrónu

2 msk kókósmjöl

2 msk rúsínur

bragðbætt með rjóma


Peru og spínatsalat

5 perur skornar í bita

4 vorlaukar fínt saxaðir

sjávarsalt

4 msk olívuolía

50 ml balsamik edik

1 msk agave síróp

150 gr spínat

100 gr klettasalat

1/2 búnt steinselja

1/2 búnt koriander

1 dl pekanhnetur lagðar í bleyti yfir nótt þerraðar og þurkaðar og saxaðar

svartur pipar

Öllu nblandað saman best að borða strax.


Hráskinku-ostasallat Vegamót

Fersk salatblanda

Hráskinka

Fetaostur

Mosarellaostur

Parmesanostur

Camenbert ostur

Tómatar

Agúrka

Brokkolí

Mangó chili sósa

Öllu blandað saman.


Kanilkaka

175 gr sykur

175 gr hveiti

175 gr smjörlíki

2-3 tsk kanill

1 egg

smurt þunnt í botna

rjómi settur á milli


Krúska að hætti Skagfirðinga.

2 msk byggmjöl

1.5 msk tröllahafrar

0.5-1 msk hveitikím

0,5 msk hörfræ

2-3 msdk rúsínur

0.5 msk kanill

Hrært í skál með rísmjólk (ricedream með kalki ) að kvöldi og látið standa yfir nótt borðað að morgni með rísdrykk.


Cia grautar


Chia grautur fyrir tvo

½ dl Chia fræ

vatn eða möndlumjólk/rísmjólk

banani eða aðrir ferskir ávextir eða frosin ber

kanill

Þegar fræin eru öll vel böðuð er gott að taka hálfan banana og mauka hann léttilega með grautnum með gaffli í skálinni eða setja frosin bláber eða önnur ber eða ávexti út í. Gott er að strá kanil yfir eða niðurskornum ávötum.. Þau eru ofurfæða og innihalda nær öll þau næringarefni sem líkaminn þarf á að halda,

Chia grautur Ebbu Guðnýjar:

1 msk chia fræ
100 ml vatn (beint úr krananum)
u.þ.b. 1 tsk kanill
Ávöxtur að eigin vali.

Chia og vatn sett saman í skál – látið bíða í u.þ.b. 10 mín.
Setjið kanil út í, skerið niður ávöxt (mjög gott að hafa mango) og hendið út í. Algjört nammi.

Gómsætur Chia Grautur
1 bolli möndlumjólk (getur verið hvaða mjólk sem er, rísmjólk, haframjólk etc.)
1/5 bolli Chia fræ
1/4 tsk vanilluduft
1/2 epli skorið í bita og nokkur frosin hindber/bláber –

Chia grautur í morgunmat eða millimál

Innihald:

  • 2 dl frosin eða ferskur mangó ( mátt reyndar setja hvaða ávöxt sem þú vilt)
  • 1 msk gojiber
  • 1 msk chia fræ
  • 9-10 msk vatn
  • ½ tsk kanill
  • 4 dropar vanillustevía Via-Health

Aðferð:

  • Chia fræ sett í skál ásamt vatni,kanil og stevíu
  • Látið standa í 10 mínútur
  • Mangó og gojiber sett í aðra skál
  • Graut hellt yfir þegar chia fræin eru tilbúin
  • Njótið!

Chia grautur að hætti Davíðs

  • 2-3 mtsk af Chia fræjum frá Naturya
  • 2 mtsk af lífrænu kókoflögum frá Himneskri hollustu
  • ½-1 epli lífrænt, niðurskorið
  • 2 msk af hnetum eða fræjum (má sleppa)
  • 1 msk kakónibs (má sleppa)
  • 1 msk Goji ber (má sleppa). Goji ber eru mjög rík af andoxunarefnum og gefa góða orku
  • Kanill til að bragðbæta. Kanill kemur reglu á blóðsykurinn
  • Isola möndlumjólk eftir smekk hella henni útá hræra öllu saman og láta bíða í 5 mín

Kveðja

KRÓM
Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR

                                                                                    

 

Hafragrautur Solla

Hafragrautur (uppskriftin gefur um 5 skammta)

  • 2 dl tröllahafrar
  • 1 epli, kjarnhreinsað og skorið í bita
  • 2 lífrænar aprikósur
  • ½ dl graskersfræ
  • 1 tsk kanil
  • ½ dl hakkaðar möndlur
  • 2 ½ dl vatn
  • smá salt
  • möndlurnar og vatnið sett í blender

Blandið öllu saman í skál, setjið lok yfir og látið standa í ísskáp yfir nótt. Geymist í 5 daga í loftþéttu íláti inni í ísskáp.


Kínóaréttur með sveppum og trönuberjum Heilsumamman

Kínóaréttur með sveppum og trönuberjum

Þetta er ótrúlega góður Kínóa réttur.  Er mjög einfalt og tekur ekki nema örfáar mínútur ef þið eigið þegar soðið Kínóa inni í ísskáp.  Þessi samsetning af lauk, sveppum og trönuberjum er alveg einstaklega góð og eins og það kalli fram það besta hjá hvoru öðru.  Þessi uppskrift var í námsbókunum mínum svo ég á ekkert í henni nema það að ég bý þetta mjög reglulega til.

Ég er tiltölulega nýfarin að elska Kínóa.  Hér áður fyrr keypti ég einstaka sinnum  Kínóa og notaði í staðinn fyrir hrísgrjón en eftir að ég komst almennilega upp á lag með það gersamlega ELSKA ég það:) Það er fljótlegt að elda það og það er hægt að nota það í næstum því um það bil hvað sem er.  Það er glúteinlaust, próteinríkt, inniheldur mörg næringarefni, trefjar og auðmeltanlegt, er hægt að biðja um eitthvað betra?

Ég er ekki ein um það að elska Kínóa því Matvæla og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur opinberlega lýst því yfir að árið 2013 verði  viðurkennt sem „Alþjóðlegt ár Kínóa.“ Það var nefnilega það. Áfram Kínóa :)

En aftur að réttinum.

Miðað við ca 3 – 4

  • 1-2 msk olía
  • Nokkrir sveppir
  • 1 laukur (má líka vera rauðlaukur)
  • 3 hvítlauksrif
  • 1 -2 msk grænmetiskraftur + smá vatn
  • Lúka af þurrkuðum trönuberjum
  • 4-5 dl af soðnu Kínóa (eða sjóðið skv.leiðbeiningum)

Aðferð:

  1. Setjið olíuna á pönnu og snöggsteikið sveppina, bætið lauk og hvítlauk út í.
  2. Bætið vatninu og grænmetiskraftinum á pönnuna og blandið vel saman.
  3. Setjið Kínóa út á pönnuna og blandið vel saman.
  4. Endið á því að setja trönuberin út í.

Gott með góðu sallati eða hverju sem er.  Í tilefni af því að ég átti bæði fallegt þroskað mangó og kóríander (ásamt rauðlauk og lime)  bjó ég til mangó-salsa sem við vinkonurnar boðuðum með þessum rétt og það var bara dásamlegt :)

kínóa


Einfalt linsubauna „curry“ Heilsumamman

Einfalt linsubauna „curry“

Hversdagsréttur sem er ekki bara hollur heldur virkilega GÓÐUR :)  Og ekki bara hollur og góður, heldur líka einfaldur og fljótlegur og ÓDÝR!

Það var einhvern eftirmiðdaginn þegar kvöldmatur nálgaðist og ég nennti ómöglega hvorki að elda neitt flókið og enn síður að fara út í búð og ákvað að ég skyldi bara nota það sem til væri.  Nema gallinn var sá að það var MJÖG lítið til í kotinu.  Eftir að hafa farið yfir lagerstöðuna var ljóst að það yrði eldað úr linsubaunum :)   Ég fór á google og leitaði efir lentils curry  og upp kom þessi dásamlega uppskrift sem hafði orðið YUMMI svo mörgum sinnum í textanum svo ég gat ekki annað en prufað og sá svo sannarlega ekki eftir því.   Ég hef gert þennan rétt nokkrum sinnum og hann slær alltaf í gegn.

Hráefni:

  • 3 dl rauðar linsubaunir
  • 2 msk kókosolía
  • 1 -2 tsk curry paste (upphaflega uppskriftin segir 2 msk en það er ROSALEGA sterkt)
  • 1 1/2  tsk góð karrýblanda (ég hef bæði notað frá Himneskri  hollustu og líka Pottagöldrum, bæði gott)
  • 1/2 tsk túrmerik
  • 1 tsk kókospálmasykur (ef þið viljið engan viðbættan sykur má setja 1-2 mjúkar döðlur út í sósuna)
  • 2 hvítlauksrif
  • 2 cm af engifer – rifið niður
  • 1 laukur, smátt saxaður
  • 400 ml tómatpassata (það má líka nota maukaða tómata eða jafnvel 2-3 msk tómatpuré og 4 dl af vatni (hrist saman)
  • 1 dl kókosmjólk ( ég set hana ekki alltaf,  fínt að gefa henni stundum frí og setja bara vatn)

Aðferð:

  1.  Best er að láta linsubaunirnar liggja í bleyti í nokkra tíma en ef þið lendið í tímahraki er samt gott að láta þær liggja í ca. 15 mín frekar en ekki neitt.  Sjóðið þær svo í potti í ca. 15-20 mín.
  2. Hitið pönnu, bræðið kókosolíuna og bætið á hana curry paste, karrý, túrmerik, hvítlauk og engifer, bætið lauknum út á og leyfið þessu að malla í 2-3 mín.  Passið að þetta brenni ekki á pönnunni, ef það er að fara að gerast bætið þá örlitlu vatni á pönnuna.
  3. Bætið tómatpassata út á pönnuna,
  4. Þegar linsubaunirnar eru tilbúnar hellið þið vatninu af þeim.
  5. Bætið linsubaunum út saman við krydd-lauk blönduna og blandið vel.
  6. Bætið kókosmjólkinni út í og berið fram með fersku kóríander, soðnum hýðishrísgrjónum eða kínóa og góðu salati.

Ath. það má auðvitað bæta eins miklu við af grænmeti eins og hver og einn óskar sér :)   Það er virkilega gott að skera niður gulrætur og setja þær þá um leið og laukurinn fer á pönnuna.

Það má líka alveg sleppa grjónunum og hafa bara nóg af grænmeti með :)


Karrýkókospottréttur Albert eldar

Karrýkókospottréttur

Karrýkókospottréttur. Sumir réttir eru þannig að það er engu líkara en þeir breyti lífi manns, áhrifin verða svo mikil og eftirminnileg. Það á við um þennan grænmetispottrétt. Á fögru síðsumarskvöldi í gömlu húsi á Ísafirði bragðaði ég hann fyrst og át yfir mig…

Karrýkókospottréttur

500 g sætar kartöflur

500 g spergilkál

1 rauð paprika

2 gulrætur

2 tómatar

3 laukar

2 dl jómfrúarólífuolía

2 msk. grænmetiskraftur

4 dl vatn

2 msk. ferskur kóríander

500 ml kókosmjólk

200 g soðnar linsubaunir

2 bananar

1 msk. karrímauk eða karríduft

Skerið allt grænmetið í hæfilega stóra bita, ekki of litla. Hitið olíuna í stórum potti, látið karríið og laukinn út í og steikið um stund. Bætið við gulrótum, sætum kartöflum, spergilkáli, papriku, tómötum, grænmetiskrafti og vatni. Sjóðið í um 20 mínútur við lágan hita. Bætið þá kóríander, kókosmjólk, soðnum linsubaunum, karríi og banönum út í. Látið sjóða í nokkrar mínútur til viðbótar. Berið fram með hrísgrjónum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband