18.2.2016 | 11:11
Spírusalat með kínóa
Orkumikið spírusalat með soðnu kínóa
1 haus iceberg-salat, skorinn í strimla
1 epli, smátt skorið
½-1 avókadó, eftir stærð
½ gúrka í teningum
½ rauð paprika í teningum
1 box próteinblanda frá Ecospíru (spíraðar blandaðar baunir)
½ box t.d blaðlauks og radísuspírur
Dressing:
1 sítróna, safinn
4 dl vatn
1 msk tamarisósa
1 tsk gróft sinnep
2-3 msk möndlumauk, fæst tilbúið
1-2 msk kókospálmasýróp eða gott hunang
dill, best ferskt eða hægt að nota þurrkað
Allt sett í blandara og síðan blandað saman við salatið.
Soðið kínóa:
2 ½ dl kínóa
5 dl vatn
1 ½ tsk. grænmetiskraftur
½ tsk. túrmerik
svartur pipar á hnífsoddi
Sjóðið kínóa í vatninu í 2 mín. Hellið þá mestu af vatninu af. Bætið jafnmiklu vatni og hellt var af aftur í pottinn, setjið grænmetiskraftinn og kryddið út í og sjóðið í 8-10 mínútur, takið af hellunni og hafið lokið á. Látið kólna.
Setjið soðið kínóa á fat, salatið ofaná og allt um kring.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.