Vegan ostur úr kartöflum og gulrótum Gulur rauður grænn & salt

Vegan ostur úr kartöflum og gulrótum
2 bollar af kartöflum, afhýddar og skornar í bita
1 bolli gulrætur, skornar í bita
½ bolli soðið vatn
1/3 bolli matarolía, ég nota ólífuolíu
½ bolli næringarger, ég nota Engevita sem fæst í heilsuhorninu í Bónus
1 tsk maldon sjávarsalt
1 teningur af grænmetiskrafti, ég nota grænmetiskraft frá Rapunzel
Hnífsoddur af Cayenne pipar
Hnífsoddur af svörtum pipar
1 msk sítrónusafi

  1. Afhýðið kartöflurnar og flysjið gulræturnar ef þarf, skerið síðan í bita.
  2. Sjóðið kartöflu og gulrótarbitana þar til þeir eru mjúkir, sigtið þá og setjið í blandara.
  3. Setjið restina af innihaldsefnunum í blandarann og blandið mjög vel saman þar til blandan verður silkimjúk.
  4. Borðist strax heitur sem ostasósa eða notist í matargerð. Osturinn geymist í sirka viku í ísskáp.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband