Fræhrökkbrauð frá Gulur rauður grænn og salt

Fræhrökkbrauð
½ dl sólblómafræ
½ dl sesamfræ
3/4 dl hörfræ
½ dl graskersfræ
½ tsk salt
1 dl maizenamjöl
½ dl matarolía
1 ½ dl sjóðandi vatn

  1. Blandið saman sólblómafræjum, sesamfræjum, hörfræjum, graskersfræjum, salti og maizenamjöli í skál. Hellið rapsolíu og sjóðandi vatni yfir og hrærið saman. Látið blönduna bíða í örfáar mínútur og hellið svo grautnum á bökunarpappírsklædda ofnskúffu.
  2. Breiðið þunnt út og stráið maldonsalti (eða öðru grófu salti) yfir.
  3. Bakið við 150° í 1 klst. Slökkvið á ofninum og látið fræhrökkbrauðið standa áfram í ofninum í 15 mínútur. Takið út úr ofninum og látið kólna. Brjótið eða skerið meðan það er enn heitt í passlega stóra bita.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband