27.7.2015 | 22:11
Límónumarineruð laxaspjót af síðunni Eldhússögur
Límónumarineruð laxaspjót
900 gr. ferskur lax, skorinn í teninga (ca 2,5 x 2,5 cm)
1/2 dl ólífuolía
2 hvítlauksrif, saxað smátt
1/2 límóna (lime), safi og börkur
1/4 tsk sykur
Salt og pipar
Kóríander, saxað smátt (hægt að nota flatblaða steinselju í stað kóríanders)
Blandið saman hráefnunum fyrir marineringuna. Laxinn skorinn í eins jafna teninga (ca. 2.5 cm x 2.5 cm) og hægt er og hann settur í plastpoka. Marineringunni hellt yfir og laxinum velt varlega upp úr henni, geymið í ísskáp í minnst einn tíma, lengur ef hægt er.
Þrír til fimm laxateningar þræddir upp á grillspjót. Ef þið notið tréspjót, leggið þá spjótið í bleyti í ca. hálftíma fyrir notkun til þess að þau brenni ekki. Grillið spjótinn á meðalhita þar til þau eru tilbúin. Reynið að snúa þeim sjaldan til að koma í veg fyrir að laxinn losni af spjótunum. Það þarf að leyfa spjótunum að grillast vel í byrjun áður en þeim er snúið fyrst, þá er lítið mál að snúa þeim eftir það.
Mangó- og avókadósalsa
Á meðan laxinn er að marinerast er salsað útbúið:
1 stórt mangó, skorið í teninga
2 avókadó, skornir í teninga
1/2-1 rauðlaukur, fínsaxaður
1/2-1 rautt chili, kjarnhreinsað og fínsaxað
1/2 límóna (lime)
2 msk góð ólífuolía
1 msk hvítvínsedik
Salt og pipar
Ferskt kóríander, saxað (hægt að nota flatblaða steinselju í stað kóríanders)
Mangó, avókadó og lauk blandað varlega saman. Chili bætt við ásamt safanum úr límónunni, ólífuolíu og hvítvínsediki. Kryddið með salt, pipar og kóríander og blandið öllu varlega saman. Geymið í ísskáp.
Berið fram grilluðu laxaspjótin á mangó- og avókadósalsanu, kreystið smá límónusafa yfir og njótið gjarnan með vínsglasi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.