16.6.2015 | 03:13
Fiskibollur frá Heilsumömmunni
Hráefni:
- 700 g ýsa eða þorskur
- 1 laukur
- 2 stórar gulrætur
- 1/2 stór rófa eða 1 lítil
- 2 hvítlauksrif
- 2 egg
- 1 dl kókosmjólk
- 8 msk fínt spelt (eða möndlumjöl fyrir glúteinlausa útgáfu)
- 1 msk grænmetiskraftur frá Himneskri hollustu
- Kryddið með Ítölskusjávarréttakryddi og
- Fiskiréttakryddi frá Pottagöldrum
- salt og pipar
- Kókosolía til steikingar
Aðferð:
- Saxið lauk, gulrætur og rófu með matvinnsluvélinni.
- Bætið fiskinum saman við.
- Að lokum fara eggin, mjólkin, kryddið og speltið saman við.
- Hitið pönnu, bræðið kókosolíu, mótið litlar bollur og steikið á pönnu,
nokkrar mínútur á hvorri hlið. Takið þær af pönnunni, setjið í eldfast mót
og inn í ofn í 10 mín v/ 170°c meðan allt annað er gert klárt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.