Fiskibollur frá Heilsumömmunni

Hráefni: 

  • 700 g ýsa eða þorskur
  • 1 laukur
  • 2 stórar gulrætur
  • 1/2 stór rófa eða 1 lítil
  • 2 hvítlauksrif
  • 2 egg
  • 1 dl kókosmjólk
  • 8 msk fínt spelt (eða möndlumjöl fyrir glúteinlausa útgáfu)
  • 1 msk grænmetiskraftur frá Himneskri hollustu
  • Kryddið með Ítölskusjávarréttakryddi og
  • Fiskiréttakryddi frá Pottagöldrum
  • salt og pipar
  • Kókosolía til steikingar

Aðferð:

  1. Saxið lauk, gulrætur og rófu með matvinnsluvélinni.
  2. Bætið fiskinum saman við.
  3. Að lokum fara eggin, mjólkin, kryddið og speltið saman við.
  4. Hitið pönnu, bræðið kókosolíu, mótið litlar bollur og steikið á pönnu,
    nokkrar mínútur á hvorri hlið. Takið þær af pönnunni, setjið í eldfast mót
    og inn í ofn í 10 mín v/ 170°c meðan allt annað er gert klárt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband