Færsluflokkur: Grænmeti

Avacadosalat

Það sem þarf:
450 gr tómatar
1 agúrka
1/2 rauðlaukur
2 stór avókadó
2 matskeiðar olía
safi úr 1 sítrónu
1/4 bolli ferskur kóríander
1 teskeið sjávarsalt
smá pipar pipar

Þetta ljúffenga salat er eitthvað sem hentar ótrúlega vel með nánast öllum mat hvort svosem það sé steik, kjúklingur, fiskur eða eitt og sér. Uppskriftina fengum við á natachakitchen.com en þar má finna mikið af ljúffengum uppskriftum.

  

Skerið grænmetið niður í bita

Setjið í skál og blandið saman

Verði ykkur að góðu


Vegan ostur úr kartöflum og gulrótum Gulur rauður grænn & salt

Vegan ostur úr kartöflum og gulrótum
2 bollar af kartöflum, afhýddar og skornar í bita
1 bolli gulrætur, skornar í bita
½ bolli soðið vatn
1/3 bolli matarolía, ég nota ólífuolíu
½ bolli næringarger, ég nota Engevita sem fæst í heilsuhorninu í Bónus
1 tsk maldon sjávarsalt
1 teningur af grænmetiskrafti, ég nota grænmetiskraft frá Rapunzel
Hnífsoddur af Cayenne pipar
Hnífsoddur af svörtum pipar
1 msk sítrónusafi

  1. Afhýðið kartöflurnar og flysjið gulræturnar ef þarf, skerið síðan í bita.
  2. Sjóðið kartöflu og gulrótarbitana þar til þeir eru mjúkir, sigtið þá og setjið í blandara.
  3. Setjið restina af innihaldsefnunum í blandarann og blandið mjög vel saman þar til blandan verður silkimjúk.
  4. Borðist strax heitur sem ostasósa eða notist í matargerð. Osturinn geymist í sirka viku í ísskáp.

Kínóasalat með eplum Albert eldar

Kínóasalat með eplum

Kinoasalat

Kínóasalat með eplum. Glútenlaust, sykurlaust, eggjalaust, mjólkurlaust, létt í maga, fljótlegt – bráðhollt og fallegt :) Margir eiga safapressur og geta pressað gulrótasafann í þeim, svo má líka nota rauðrófusafa eða blanda saman rauðrófu- og gulrótasafa.

Kínóasalat með eplum

1 dl saxaðar möndlur

2-3 msk góð olía

2 tsk ferskur engifer, saxað smátt

1/2 laukur saxaður

2 dl kínóa

3 dl gulrótasafi

salt og pipar

2 dl frosnar grænar baunir

1 grænt epli

1 1/2 dl kókosmjöl.

Grófsaxið möndlurnar og ristið á pönnu í nokkrar mínútur, setjið í skál og geymið. Hellið olíu á pönnuna og léttsteikið lauk og engifer. Bætið við gulrótasafanum, kínóa, salti og pipar og sjóðið í um 15 mín. Takið af eldavélinni, stráið baununum yfir og látið standa með lokinu á í um 10 mín. Takið þá lokið af, hrærið saman og látið rjúka. Afhýðið eplið og skerið í frekar litla bita, bætið þeim saman við ásamt kókosmjöli og möndlum. Berið fram við stofuhita eða volgt.

mondlur kokos epli


Eggjabaka í brönsinn

eggjabaka

Bröns, eða dögurður, er algjörlega uppáhalds máltíðin mín af þeim öllum.

Mér finnst bröns frábær leið til að njóta helgarinnar, og í raun getur brönsinn, eða dögurðurinn, verið ódýr og skemmtileg leið til að smala vinum og ættingjum heim í eldhúsið að njóta tilverunnar saman. Mikið einfaldara en að halda þríréttaðan kvöldverð með tilheyrandi umstangi.

Þú getur boðið upp á margskonar mat í dögurði en ef eitthvað er alveg ómissandi þá eru það eggin.

Þau má auðvitað framreiða með ýmsum hætti, hrærð á pönnu, í ommilettu, spæld eða þá í svona böku eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem ég tók nú um páskahelgina.

Eggjabakan er mjög skemmtileg aðferð af því hún er í raun fljótleg og alveg sérlega ljúffeng. Ég skora á þig að prófa að gera svona böku í stað þess að steikja, sjóða eða spæla… er til dæmis annar í páskum ekki tilvalinn í góðan bröns með þínum uppáhalds?

Athugaðu að grunnurinn í henni er í raun ostur og egg og svo máttu gera tilraunir að vild. Svona er þetta með svo margt í matargerð.

Við lærum bara eina grunn-uppskrift og gerum svo tilraunir. Í þessa böku væri t.a.m hægt að setja fetaost og grænt pestó, geitaost og valhnetur, spínat, furuhnetur og feta… möguleikarnir eru margir. En hér er uppskriftin að minni sem er innblásin af ítalskri matargerð, – sem ég hreinlega elska… (hver gerir það ekki?).

INNIHALD

2 bollar rifinn cheddar ostur
2 bollar rifinn mozarella og/eða gouda ostur
2 msk smjör
Sveppir
Fínt saxaður rauðlaukur
Lúka af fersku basil, klippt niður
5 konfekt tómatar, skornir í sneiðar
Rautt pestó

8 egg
1 3/4 bolli rjómi eða mjólk
1/2 bolli spelt

Salt og pipar

AÐFERÐ

Hitaðu ofninn í 175 gráður

Blandaðu saman cheddar og mozarella í skál og dreifðu svo 2/3 af ostinum í eldfast mót.

Bræddu smörið og steiktu sveppi og lauk þar til grænmetið verður mjúkt. Í svona 5 mínútur. Dreifðu svo yfir ostinn. Ef þú vilt geturðu þú sett smátt skorna skinku (chorizo eða hráskinku) yfir grænmetið og svo topparðu þetta aftur með rifnum osti.

Hrærðu saman eggjunum í stórri skál og bættu við mjólk/rjóma, spelti (eða hveiti), basil, salti og pipar.
Helltu eggjunum rólega yfir blönduna í eldfasta mótinu. Leggðu tómatsneiðar yfir og toppaðu svo með rest af osti.

Bakaðu í miðjum ofni í 35-40 mínútur eða þar til prjónn sem stungið er í miðjuna kemur hreinn út. Láttu bökuna svo standa í 10-15 mín áður en þú berð hana fram með rauðu pestó, góðu ristuðu brauði og blöndu af appelsínusafa og sódavatni.


Gulrótarsallat Albert eldar

Gulrótasalat – Salade de carottes râpées.

1/2 kg gulrætur, rifnar

1 msk sítrónusafi

1/2 tsk Dijon sinnep

3 msk góð ólífuolía

1/4 tsk salt

pipar

fersk steinselja.

Rífið gulræturnar og setjið í skál. Blandið saman sítrónusafa, sinnepi, oliu, salti og pipar. Hellið yfir gulræturnar og látið standa í um 30 mín við stofuhita áður en þetta er borðað.

 


Linsubaunakássa frá UPPSKERAN GLÆSIBÆ.

UPPSKERAN GLÆSIBÆ.

Í tilefni af fögru haustveðri hitum við kropppinn með næringarríkum baunarétti með quinoa,
LINSUBAUNAKÁSSA m/QUINOA
1 msk kokosolía
3 rif hvítlaukur
1 bolli laukur saxaður
1 " paprika "
2 dósir tómatar eða ferskir saxaðir
1 tsk kumin
4 tsk chili mix (fæst í Uppskerunni)
1/8 tsk kanill
1/4 " karry
1 msk salt
1/4 tsk pipar
3 bollar grænmetiskraftur - gerlaus-
1 bolli linsubaunir
1/2 " Quinoa
1 dós nýrnabaunir eða soðnar (best)
1 " Svartar baunir "
1/2 bolli ítölsk steinselja
avocado til skrauts

Hita olíu örlítð í potti. Bæta í lauk, hvítlauk og papriku. Hita nokkrar mín. Tómötum,og kryddi bætt við. Sjóða upp og láta malla í 6-8 mín. Grænmetiskrafti ásamt linsum+ quinoa er bætt í og suða látin koma upp aftur. Hiti lækkaður og látið malla í ca 30 mín. Öðrum baunum bætt í ef vill, salti og kryddjurtum. Leyfa réttinum að þykkna vel. Smakka til og bæta við kryddi e. smekk. Borið fram á diskum með ferskum avocado sneiðum og steinselju. Njótummmmmm. Öll innihaldsefni, utan grænmeti fáið þið lífræn e.vikt í Uppskerunni.smile emoticon

 
 

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband